Fjöldann allan af rangfærslum er að finna í RÚV-skýrslunni, rekjanleiki heimilda er bágborinn, samanburður milli landa ófullnægjandi og án upplýsandi fyrirvara. Þá er framsetning tölulegra upplýsinga villandi, mælikvarðar og forsendur sem nefndin gefur sér eru fálmkennd og gildishlaðið orðalag þar sem hallar á RÚV einkennir skýrsluna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri fréttaskýringu Atla Þórs Fanndal blaðamanns hjá Kvennablaðinu.