Arnar Benjamín Kristjánsson framleiðandi ræðir við Fréttablaðið um myndina The Mother the Son the Rat and the Gun sem hann framleiddi í Bretlandi og er nú sýnd í Bíó Paradís.
Tvær nýjar stuttmyndir, Búi eftir Ingu Lísu Middleton og Fótspor eftir Hannes Þór Arason, taka þátt í Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu sem fram fer 14.-22. júlí næstkomandi. Giffoni hátíðin er ein sú kunnasta á sínu sviði. Búi hefur einnig verið valin til þátttöku á Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö í haust, en önnur stuttmynd Ingu Lísu, Ævintýri á okkar tímum, vann til verðlauna þar 1993.