Heimildamyndin Byltingin er hafin! í stjórn Hjálmtýs Heiðdal og Sigurðar Skúlasonar hefur fengið 12 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Myndin segir frá því þegar ellefu íslenskir námsmenn fóru inn í íslenska sendiráðið í Stokkhólmi 20. apríl 1970, lýstu því yfir að sósíalísk bylting á Íslandi væri nauðsyn og drógu rauðan fána að húni.