Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í fimmta sinn 5.-15. apríl næstkomandi. Kvikmyndin Benji the Dove, sem er bandarísk endurgerð Benjamín dúfu (1995) verður frumsýnd á hátíðinni, en Erlingur Jack Guðmundsson er einn framleiðenda hennar. Einnig verður kvikmyndin Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur sýnd á hátíðinni en hún var nýlega frumsýnd á Berlínarhátíðinni.