„Prýðilegt kynningarrit fyrir erlenda lesendur sem áhugasamir eru um íslenska kvikmyndagerð,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár um yfirlitsritið A History of Icelandic Film eftir Kanadamanninn Steve Gravestock.
Steve Gravestock, einn dagskrárstjóra Toronto hátíðarinnar, hefur gefið út bók um sögu íslenskra kvikmynda, A History of Icelandic Film. Gravestock þekkir vel til íslenskrar kvikmyndagerðar, en hann hefur haft umsjón með vali kvikmynda frá Norðurlöndum í yfir 20 ár.