Variety birtir hugleiðingar um mögulegar Óskarstilnefningar og telur Hrúta Gríms Hákonarsonar meðal þeirra mynda sem hvað helst koma til greina sem besta myndin á erlendu tungumáli. Miðillinn telur Everest Baltasars Kormáks einnig eiga möguleika á tilnefningu í ýmsa flokka, þar á meðal bestu mynd og besta leikstjóra.
Fjölmargir miðlar hafa birt umsagnir um Everest Baltasars Kormáks sem er opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar nú í kvöld. Myndin er sem stendur með 75% skor á Rotten Tomatoes, sem þýðir að jákvæðar umsagnir eru í miklum meirihluta.
Helstu erlendu kvikmyndamiðlarnir hafa fjallað um valið á Everest Baltasars sem opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar og benda á að þetta þyki mikið hnoss fyrir myndina og auki möguleika hennar við væntanlegar Óskarstilnefningar.
Variety hefur þegar birt umsögn um Hrúta Gríms Hákonarsonar, sem frumsýnd var í dag á Cannes hátíðinni og fer gagnrýnandinn Alissa Simon lofsamlegum orðum um myndina.
Ronnie Scheib gagnrýnandi Variety skrifar umsögn um Fúsa Dags Kára frá Tribeca hátíðinni og segir hana líklega til að láta ljós sitt skína á markaði listrænna kvikmynda.
Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur hinnar væntanlegu kvikmyndar Fúsi (Virgin Mountain) ræðir við Variety um myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni sem hófst s.l. fimmtudag.
Jay Weissberg hjá Variety skrifar um Hross í oss Benedikts Erlingssonar og er ekki að skafa utan af því:
"Flabbergasting images and a delightfully dry...