Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér söluréttinn á Þröstum Rúnars Rúnarssonar. Staðfest hefur verið að myndin verði frumsýnd á Íslandi á RIFF hátíðinni þann 30. september.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni sem fram fer dagana 10.-20. september. Myndin verður í kjölfarið sýnd á San Sebastian hátíðinni á Spáni eins og áður hefur komið fram. Hrútar Gríms Hákonarsonar hefur einnig verið valin á hátíðina en báðar myndirnar verða sýndar í Contemporary World Cinema flokknum.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar hefur verið valin til þátttöku í aðalkeppni San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer 18.-26. september. Myndin verður að líkindum frumsýnd á Íslandi á RIFF en almennar sýningar hefjast 16. október.
Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
Nú þegar hyllir undir lok Berlínarhátíðarinnar, þar sem Fúsi Dags Kára hefur gert gott mót, eru kvikmyndamiðlar farnir að spá í Cannes hátíðina sem fram fer í maí.
Þrjár íslenskar kvikmyndir sem nú eru á mismunandi stigum vinnslu taka þátt í evrópsku kvikmyndahátíðinni í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer dagana 13. til 20. desember.
Tökur munu að mestu leyti fara fram á Vestfjörðum. Danska framleiðslufyrirtækið Nimbus framleiðir í samvinnu við Pegasus. Atli Óskar Fjalarsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fara með aðalhlutverkin.
Svo virðist sem á annan tug bíómynda og sjónvarpssería verði í tökum á árinu, en miserfiðlega gengur að fá staðfestingar, bæði um hvort verkefni séu að fara í gang og einnig hvenær.