Helena Harsita Þingholt leikstýra leggur orð í belg um kynjakvóta i kvikmyndagerð og er ómyrk í máli. Hún gagnrýnir harðlega ríkjandi fyrirkomulag þar sem að hennar sögn konum er meinaður aðgangur að hlaðborðinu og bætir við: "Ég vil að 12 ára dóttir mín og vinkonur hennar og vinir geti farið í bíó og séð eitthvað annað en myndir eftir karla, um karla, leikstýrðar af körlum."