DV um “Fúsa”: Til varnar hinum skrýtnu

Valur Gunnarsson skrifar umsögn um kvikmynd Dags Kára, Fúsa. Hann segir titilpersónuna sinn mann og bætir við á Fésbók: "Baldvin Z er Bítlarnir. Haddister er Stóns. Rúnar Rúnars er Dylan en Dagur Kári er Elvis og þetta er hans Comeback Special."
Posted On 24 Apr 2015
off

“Fúsi” valin besta myndin á Tribeca hátíðinni, hlaut einnig verðlaun fyrir besta leikara og handrit

Fúsi eftir Dag Kára hlaut í gær þrenn verðlaun á yfirstandandi Tribeca hátíð í New York, sem besta myndin, besti leikarinn (Gunnar Jónsson) og besta handrit (Dagur Kári).
Posted On 24 Apr 2015

Allt að 12 íslenskar bíómyndir í ár?

Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
Posted On 22 Apr 2015

Greining | “Fúsi” komin yfir sjö þúsund gesti, lítil aðsókn á “Austur” og “Blóðberg”

Þrjár íslenskar kvikmyndir eru nú til sýnis í kvikmyndahúsum. Fúsi Dags Kára gengur sæmilega en Blóðberg og Austur, sem frumsýnd var um helgina, njóta lítillar aðsóknar.
Posted On 20 Apr 2015

“Fúsi” fær áhorfendaverðlaunin í Kaupmannahöfn

Mynd Dags Kára var valin besta myndin af áhorfendum á CPH:PIX hátíðinni sem er að ljúka. Myndin hefur þegar fengið frábæra dóma í Danmörku eins og sjá má hér.
Posted On 17 Apr 2015

Dagur Kári: Það er óendanlega léttvægt að lifa

Dagur Kári ræðir við DV um Fúsa, tekíla, sköpunaralkul og af hverju það er pirrandi þegar fólk segir myndirnar hans litlar.
Posted On 17 Apr 2015

Djöflaeyjan um “Fúsa”: Mikil mennska

Hlín Agnarsdóttir fjallar um Fúsa Dags Kára í Djöflaeyjunni og segir hana sérstaklega fallega og eftirtektarverða mynd.
Posted On 15 Apr 2015

Bíófíkill um “Fúsa”: Hálfbökuð karakterstúdía með litla hlýju en mikla sál

Tómas Valgeirsson fjallar um Fúsa Dags Kára á vefnum Bíófíkill og segir meðal annars: "Það er meiri tragík en kómík og oft ekki á réttum stöðum. En myndin, eins og hann Fúsi sjálfur, hefur sinn einlæga, viðkunnanlega sjarma. Hún er kammó, fyndin á tíðum, ögn fráhrindandi, stefnulaus og hefur ekki sérlega margt að segja."
Posted On 15 Apr 2015

Greining | “Blóðberg” naut góðs áhorfs í sjónvarpi en fáir komu í bíó á opnunarhelginni

Blóðberg Björns Hlyns Haraldssonar var frumsýnd í bíó á föstudag en hafði verið sýnd á Stöð 2 fimm dögum áður (páskadag). Bíóaðsókn á myndina er dræm en sjónvarpsáhorf var með ágætum.
Posted On 13 Apr 2015

Greining | “Fúsi” komin yfir fjögur þúsund gesti

Fúsi Dags Kára er á þokkalegri siglingu eftir aðra sýningarhelgi. Myndin fer úr þriðja sæti í það fjórða á aðsóknarlista FRÍSK.
Posted On 07 Apr 2015

“Fúsi” selst víða um heim

Fúsi Dags Kára eða Virgin Mountain eins og hún kallast á ensku, verður sýnd í kvikmyndahúsum víða um heim.
Posted On 07 Apr 2015

Fréttablaðið um “Fúsa”: Saga sem snertir við manni

Kjartan Már Ómarsson skrifar í Fréttablaðið um Fúsa Dags Kára og gefur henni fjórar stjörnur af fimm.
Posted On 07 Apr 2015

Greining | “Fúsi” í þriðja sæti eftir opnunarhelgina

Fúsi Dags Kára var frumsýnd á föstudag og fékk alls 1.275 gesti á opnunarhelginni. Með forsýningum er heildarfjöldi gesta alls 2.049.
Posted On 30 Mar 2015

Mbl. um “Fúsa”: Tilvistarspekileg þroskasaga

Hjör­dís Stef­ans­dótt­ir, gagn­rýn­andi Morg­un­blaðsins, gef­ur Fúsa fjór­ar stjörn­ur af fimm í um­sögn sinni.
Posted On 29 Mar 2015

Dagur Kári við Mbl: „Einhvers konar hugljómun“

Dagur Kári ræðir við Morgunblaðið um mynd sína Fúsa, ferilinn og horfurnar framundan.
Posted On 29 Mar 2015

Dagur Kári ræðir um “Fúsa”

Almennar sýningar á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, hefjast í kvöld. Fréttablaðið ræddi við leikstjórann um myndina.
Posted On 27 Mar 2015

“Fúsi” frumsýnd 27. mars, stiklan er hér

Fúsi eftir Dag Kára verður frumsýnd í Háskólabíói og Smárabíói þann 27. mars. Stikla myndarinnar hefur nú verið opinberuð.
Posted On 21 Mar 2015

“Fúsi” á Tribeca hátíðina

Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára, hefur verið valin til keppni á Tribeca kvikmyndahátíðinni, sem fram fer í New York frá 15. til 26. apríl. Fúsi mun taka þátt í „World Narrative“ keppni hátíðarinnar. Tribeca hátíðin var sett á laggirnar árið 2002, m.a. af Robert de Niro og framleiðandanum Jane Rosenthal.
Posted On 04 Mar 2015

Dagur Kári og Gussi ræða “Fúsa”

Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur Fúsa og Gunnar Jónsson (eða Gussi eins og hann er gjarnan kallaður) aðalleikari myndarinnar, ræddu við útvarpsmann hjá Radio Eins í Berlín á dögunum um kvikmyndina.
Posted On 12 Feb 2015

Cineuropa um “Fúsa”: Virkilega falleg frásögn

Vladan Petkovic hjá Cineuropa skrifar um Fúsa Dags Kára frá Berlínarhátíðinni og segir hana virkilega fallega frásögn sem gæti gengið vel á markaði listrænna kvikmynda sé rétt á spöðum haldið.
Posted On 11 Feb 2015

“Fúsi” selst vel í Berlín, frumsýning á Íslandi 20. mars

Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).
Posted On 11 Feb 2015

The Hollywood Reporter um “Fúsa”: Létt nálgun á þungt viðfangsefni

Stephen Dalton hjá The Hollywood Reporter skrifar frá Berlín um Fúsa Dags Kára og segir hana hlýlega og fyndna svipmynd af risastórum utanveltumanni með jafnvel enn stærra hjarta, létta nálgun á þungt viðfangsefni sem sneiði hjá myrkrinu, dýptinni og flókinni sálfræðistúdíu.
Posted On 10 Feb 2015

Screen fagnar “Fúsa” í Berlín

Dan Fainaru hjá Screen International skrifar umsögn um Fúsa Dags Kára sem frumsýnd er á yfirstandandi Berlínarhátíð og er mjög sáttur.
Posted On 10 Feb 2015

Dagur Kári ræðir við Variety um “Fúsa”

Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur hinnar væntanlegu kvikmyndar Fúsi (Virgin Mountain) ræðir við Variety um myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni sem hófst s.l. fimmtudag.
Posted On 07 Feb 2015