Sýningar hefjast 26. september á kvikmyndinni Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir eftir eigin handriti sem aftur byggir á samnefndu leikriti hans.
Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar verður frumsýnd 25. september. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið en í öðrum helstu hlutverkum eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Steindi Jr. og Tinna Sverrisdóttir.
Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.
Svo virðist sem á annan tug bíómynda og sjónvarpssería verði í tökum á árinu, en miserfiðlega gengur að fá staðfestingar, bæði um hvort verkefni séu að fara í gang og einnig hvenær.
Tökur á kvikmyndinni Afanum í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar eru hafnar. Með titilhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson. Hér má sjá smá sýnishorn frá tökum.
Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.
Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.