Allt að níu íslenskar bíómyndir sýndar í ár

Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.
Posted On 10 Mar 2014

Greining | “Lífsleikni Gillz” komin yfir tíu þúsund gesti, “Hross í oss” tekur kipp í kjölfar verðlauna

Myndin fellur um tvö sæti og er nú í því fjórða. Hross í oss tók smákipp um helgina og ekki ólíklegt að það haldi áfram í kjölfar Edduverðlauna myndarinnar.
Posted On 24 Feb 2014

Greining | “Lífsleikni Gillz” komin í tæpa níu þúsund gesti

Lífsleikni Gillz heldur góðu striki, Hross í oss komin yfir fjórtán þúsund eftir 20 vikur.
Posted On 17 Feb 2014

Yfir 4.500 manns á “Lífsleikni Gillz” opnunarhelgina

Kvikmyndin Lífsleikni Gillz, sem frumsýnd var í Sambíóunum síðastliðinn föstudag, gekk afar vel á frumsýningarhelginni en þá sóttu hana rúmlega 4.500 manns. Þetta er stærsta opnunarhelgi íslenskrar kvikmyndar síðan Djúpið var frumsýnd 2012.
Posted On 10 Feb 2014

Ný stikla með “Harry og Heimi”

Ný stikla úr bíómyndinni Harry og Heimir hefur litið dagsins ljós og gengur þar á ýmsu. Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson fara með helstu hlutverk en auk þeirra koma Svandís Dóra Einarsdóttir, Laddi, Ólafur Darri, Örn Árnason og margir fleiri við sögu. Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson, Zik Zak framleiðir og Sena dreifir. Myndin verður frumsýnd um páskana.
Posted On 30 Jan 2014

“Of Good Report” frumsýnd í Bíó Paradís

Suður-afríska/íslenska kvikmyndin Of Good Report verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 23. janúar að viðstöddum leikstjóra myndarinnar, Jahmil X.T. Qubeka.
Posted On 21 Jan 2014

Stuttmyndin “Prehistoric Cabaret” á Clermont Ferrand

Myndin er eftir Bertrand Mandico, sem áður hefur gert stuttmyndir á Íslandi, Katrín Ólafsdóttir framleiðir og leikur í myndinni sem tekin var upp í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi.
Posted On 10 Jan 2014

Heimildamyndin “Blómgun” um Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu til sýnis hér

Heimildamyndin Blómgun um Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu var frumsýnd á RÚV þann 5. janúar s.l. og vakti mikla athygli. Hana má nú sjá í Sarpi RÚV.
Posted On 09 Jan 2014

Stuttmyndin “Leitin að Livingstone” á Clermont-Ferrand

Stuttmynd Veru Sölvadóttur sem byggð er á smásögu Einars Kárasonar valin til keppni á einni helstu stuttmyndahátíð heims.
Posted On 31 Dec 2013

“Dead Snow II” á Sundance

Myndin, sem tekin var upp hér á landi í sumar, er samstarfsverkefni Sagafilm og Tappeluft Pictures í Noregi.
Posted On 07 Dec 2013

Heimildamyndin “Dauðans alvara” sýnd í Bíó Paradís

Heimildarmynd þar sem fylgst er með starfi útfararstjóra í eina viku.
Posted On 21 Nov 2013

Stikla fyrir “Noah”

Ísland fyrir allan peninginn í væntanlegri mynd Darren Aronovsky.
Posted On 14 Nov 2013

FilmSharks selur “Hross í oss”

Fyrirtækið mun meðal annars kynna myndina fyrir væntanlegum kaupendum á American Film Market sem hófst í gær.
Posted On 07 Nov 2013

Greining | “Hross í oss” enn á topp tíu, “Málmhaus” í tólfta sæti

Hross Benedikts komin með tæplega tólf þúsund gesti, hevímetall Ragnars með tæpa fimm þúsund.
Posted On 05 Nov 2013

Greining | “Hross í oss” brokkar, “Málmhaus” fer fetið

Kippur hjá hestamynd Benedikts en þungarokk Ragnars sígur á lista.
Posted On 29 Oct 2013

“Heilabrotinn” sýnd í Sambíóunum

Stuttmynd Braga Þórs Hinrikssonar sýnd í Sambíóunum á undan bandarísku bíómyndinni Disconnect.
Posted On 27 Oct 2013

Screen segir “Thor: The Dark World” dýrðlega skemmtun

Mark Adams, aðalgagnrýnandi bransamiðilsins Screen, er ekkert að skafa utan af því; myndin sé meiriháttar skemmtun sem skaffi allt sem til þarf.
Posted On 23 Oct 2013

Greining | “Málmhaus” og “Hross í oss” á aðsóknarlegu tölti

Málmhaus og Hross í oss báðar á hægu tölti í miðasölunni.
Posted On 21 Oct 2013

“The Fifth Estate” spáð slöku gengi

Variety spáir The Fifth Estate heldur slöku gengi en myndin opnar í Bandaríkjunum um helgina
Posted On 18 Oct 2013

Greining | “Málmhaus” rólega af stað, “Hross í oss” á góðu brokki

2.163 hafa nú séð Málmhaus að lokinni fyrstu sýningarhelgi og forsýningum. 9.322 gestir á Hross í oss eftir 7 vikur í sýningu.
Posted On 14 Oct 2013

Morgunblaðið: “Málmhaus” eftirminnileg mynd og sjónrænt mjög sterk

Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins gefur myndinni fjórar stjörnur.
Posted On 14 Oct 2013

“Málmhaus” vel tekið af gagnrýnendum

Klapptré birtir brot úr umsögnum Fréttablaðsins, DV, Kvikmynda og Pjatts.
Posted On 11 Oct 2013

Almennar sýningar hefjast á “Ösku”

Í myndinni er fylgst með þremur fjölskyldum sem búa undir Eyjafjallajökli í eftirmála gossins í jöklinum 2010.
Posted On 11 Oct 2013

Gagnrýni | Málmhaus

"Áhrifarík mynd af því úrræðaleysi sem getur skapast innan fjölskyldna þegar sorgin ber óvænt að dyrum" segir Helga Þórey Jónsdóttir gagnrýnandi Klapptrés meðal annars í umfjöllun sinni.