Greining | “Vonarstræti” byrjar vel

Fín opnunarhelgi á Vonarstræti en á áttunda þúsund manns hafa nú séð myndina. Í hópi stærstu opnunarhelga íslenskra mynda.
Posted On 19 May 2014

“Mules” Barkar Sigþórssonar í tökur á árinu

Börkur Sigþórsson mun leikstýra kvikmyndinni Mules fyrir RVK Studios og hefjast tökur síðar á árinu.
Posted On 19 May 2014

“Hjartasteinn” Guðmundar Arnars kynnt á Cannes

Fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar í fullri lengd, Hjartasteinn, verður kynnt í  Cannes þann 20. maí en Guðmundur tekur þátt í Cannes Residence þetta árið og vinnur þar að þróun myndarinnar sem verður tekin upp á næsta ári.
Posted On 19 May 2014

Fréttablaðið: Engir veikir hlekkir í Vonarstræti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir gagnrýnandi Fréttablaðsins sparar ekki hástigs lýsingarorðin í hrifningu sinni á Vonarstræti Baldvins Z og hikar ekki við að kalla hana "bestu íslensku kvikmynd sögunnar."
Posted On 17 May 2014

Truenorth og Magnús Scheving fá útflutningsverðlaun forseta Íslands

Síðdegis í gær veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, kvikmyndafyrirtækinu Truenorth Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2014 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Að auki hlaut Magnús Scheving, hugmyndasmiður Latabæjar, heiðursviðurkenningu fyrir að hafa aukið hróður Íslands á erlendri grund.
Posted On 16 May 2014

Morgunblaðið: Vonarstræti vísar bjartan veg til framtíðar

Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins gefur Vonarstræti fjóra og hálfa stjörnu í umsögn sinni og segir myndina hörkuspennandi og átakanlega samtímasögu um óvægna fortíðardrauga, sársaukafull leyndarmál og mögulega syndaaflausn.
Posted On 16 May 2014

“Heimsendir” endurgerð í Bandaríkjunum

Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera sjónvarpsþáttaröð Ragnars Bragasonar, Heimsendi, sem sýndur var á Stöð 2 fyrir þremur árum. Jonathan Ames, höfundur sjónvarpsþáttanna Bored to Death, hefur verið fenginn til að skrifa handrit að bandarísku útgáfunni. RÚV segir frá og vísar í frétt Hollywood Reporter í gærkvöldi.
Posted On 16 May 2014

Árni Filippusson í viðtali um ferilinn og verkefnin framundan

Árni Filippusson framleiðandi hjá Mystery Productions og tökumaður er fulltrúi Íslands í Producer on the Move þetta árið. Cineuropa ræddi við hann um hvernig hann komst inní bransann og verkefnin framundan.
Posted On 15 May 2014

Frá frumsýningu “Vonarstrætis”

Skoðaðu stutt innslag frá frumsýningu Vonarstrætis sem fram fór í Háskólabíói þann 7. maí s.l. Rætt er við Baldvin Z leikstjóra, Þorstein Bachman leikara og ýmsa gesti.
Posted On 14 May 2014

Cannes: “Grace of Monaco” sögð fýlubomba

HEIMSKRINGLA | Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í dag. Engin miðill í víðri veröld gerir hátíðinni jafn góð skil og snillingarnir hjá The Guardian með Peter Bradshaw, Xan Brooks og Catherine Shoard í fararbroddi.
Posted On 14 May 2014

Bíófíkill: Galdur trúverðugleikans í “Vonarstræti”

Tómas Valgeirsson á vefnum Bíófíkill skrifar umsögn um Vonarstræti Baldvins Z. og er mjög sáttur, segir meðal annars aðalpersónurnar "lagðar út sem þrívíðar, trúverðugar, misgallaðar manneskjur sem feisa fortíð, nútíð og framtíð á ólíku leveli."
Posted On 14 May 2014

Hallgrímur Helgason: “Farið og sjáið Vonarstræti. Stórkostleg kvikmynd”

Hallgrímur Helgason er yfir sig hrifinn af Vonarstræti Baldvins Z og segir "eitthvað nýtt hér á ferð, einhver ný næmni, ný nálgun, nýtt plan."
Posted On 14 May 2014

Victor Kossakovsky heiðursgestur Skjaldborgar í ár

Heiðursgestur Skjaldborgar 2014 er rússneski heimildamyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky (f. 1961). Hátíðin fer fram á Patreksfiirði um hvítasunnuhelgina 6.-9. júní. Klapptré mun fjalla ítarlega um hátíðina.
Posted On 14 May 2014

Leikstýrir Baltasar “Reykjavík”?

Baltasar Kormákur á nú í viðræðum um að leikstýra kvikmyndinni Reykjavík sem lengi hefur verið í undirbúningi. Variety skýrir frá þessu.
Posted On 13 May 2014

Jónsi og Alex gera tónlist við þáttaröðina “Manhattan”

Olivia Williams, John Benjamin Hickey og Daniel Stern fara með aðalhlutverkin í þáttaröðinni sem fjallar um smíði atómbombunnar á fimmta árautgnum.
Posted On 13 May 2014

Yfir hundrað sögur bárust í Doris Film keppnina

Á nýjum vef WIFT á Íslandi kemur fram að yfir eitt hundrað sögur eftir konur bárust í handritasamkeppni Doris Film. Umsóknarfrestur rann út 7. maí síðastliðinn.
Posted On 13 May 2014

Greining | Hægist á “Harry og Heimi”

Alls hafa 11.456 manns séð myndina hingað til.
Posted On 12 May 2014

Baldvin Z: Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann

Baldvin Z., leikstjóri Vonarstrætis, er í viðtali í Fréttablaðinu og ræðir þar um myndina, feril sinn og mótunarár. Almennar sýningar á myndinni hefjast þann 16. maí en myndin var forsýnd miðvikudaginn 7. maí síðastliðinn og hefur hlotið mikið lof.
Posted On 11 May 2014

Aðstandendum “Vonarstrætis” hótað lögbanni

Vonarstræti eftir Baldvin Z verður frumsýnd á miðvikudaginn en almennar sýningar hefjast 16. maí. Pressan skýrir frá því að myndin sé þegar byrjuð að valda titringi.
Posted On 05 May 2014

Greining | “Harry og Heimir” komin yfir ellefu þúsund gesti

Myndin fékk 549 gesti um helgina en alls hafa 11.025 manns séð myndina hingað til.
Posted On 05 May 2014

Stjörnustríðsteymi kemst í hann krappan á Eyjafjallajökli

Þyrlu Norður­flugs, sem var við tökur á Star Wars VII hlekkt­ist á. Engin slys urðu á fólki.
Posted On 02 May 2014

„Viljum ekki skuldsetja félagið“

Sigmar Vilhjálmsson forsvarsmaður Konunglega kvikmyndafélagsins, rekstaraðila sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og Bravó, segist bjartsýnn á að hlutafjáraukningu félagsins ljúki sem fyrst. Félagið sagði öllum starfsmönnum upp í dag eftir um tveggja mánaða rekstur.
Posted On 30 Apr 2014

RIFF í Kópavogi að hluta

Samkomulag um samstarf Listhúss Kópavogsbæjar, lista- og menningarráðs og RIFF var undirritað í Kópavogi í dag. Framlag lista- og menningarsjóðs til hátíðarinnar nemur 3,5 milljónum króna.
Posted On 30 Apr 2014

Öllum sagt upp á Bravó og Miklagarði; nýs hlutafjár leitað

Öllu starfsfólki Konunglega kvikmyndafélagsins, sem rekur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, hefur verið sagt upp. Leitað er nýju hlutafé til að styrkja rekstur félagsins.
Posted On 30 Apr 2014