Hér eru innlend verk ársins að mati lesenda Klapptrés

Könnun meðal lesenda Klapptrés á bestu íslensku kvikmyndunum 2017 er lokið og niðurstöðurnar má skoða hér.

Rétt er að taka fram að þetta var fyrst og fremst til gamans gert og afar óvísindalegt – en gefur kannski ákveðnar vísbendingar. Hægt var að greiða atkvæði einu sinni, en fyrir tölvufróða (sem eru væntanlega margir í hópi lesenda Klapptrés) var auðvelt að hreinsa skyndiminni af vafrakökum og kjósa á ný. Leit að skotheldara kosningakerfi stendur yfir!

847 atkvæði voru greidd um bíómynd ársins, 401 um leikið sjónvarpsefni ársins og 435 um heimildamynd ársins.

Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson var valin besta bíómyndin, Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar var valin besta leikna þáttaröðin og Reynir sterki eftir Baldvin Z besta heimildamyndin.

Bíómynd ársins:

Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson.

Atkvæði féllu þannig:

Hjartasteinn 31.6% / 268
Rökkur 30.8% / 261
Snjór og Salóme 18.2% / 154
Undir trénu 11.2% / 95
Ég man þig 3.1% / 26
A Reykjavik Porno 2.4% / 20
Sumarbörn 1.4% / 12
Vetrarbræður 1.3% / 11
Heildarfjöldi atkvæða: 847

Leikið sjónvarpsefni ársins:

Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar.

Atkvæði féllu þannig:

Fangar 46.6% / 187
Hulli 2 27.7% / 111
Stella Blómkvist 21.4% / 86
Loforð 3.0% / 12
Líf eftir dauðann 1.2% / 5
Heildarfjöldi atkvæða: 401

Heimildamynd ársins:

Reynir sterki eftir Baldvin Z.

Atkvæði féllu þannig:

Reynir sterki 33.8% / 147
Línudans 18.6% / 81
Out of Thin Air 17.7% / 77
Varnarliðið – kaldastríðsútvörður 10.8% / 47
690 Vopnafjörður 6.9% / 30
Blindrahundur 3.7% / 16
Fjallkóngar 3.7% / 16
Island Songs 2.1% / 9
Spólað yfir hafið 1.1% / 5
Goðsögnin FC Kareokí 0.9% / 4
15 ár á Íslandi 0.5% / 2
Skjól og skart 0.2% / 1
Heildarfjöldi atkvæða: 435

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR