Ný heimildamynd Markels, „Trend Beacons“, frumsýnd á CPH:DOX – stikla hér

Örn Marinó Arnarson afhendir Erlendi Sveinssyni eintak af Trend Beacons til varðveislu í Kvikmyndasafninu. Trend Beacons er fyrsta kvikmyndin sem afhend er safninu á svokölluðu Optical Digital Archive (ODA) formi.
Örn Marinó Arnarson afhendir Erlendi Sveinssyni eintak af Trend Beacons til varðveislu í Kvikmyndasafninu. Trend Beacons er fyrsta kvikmyndin sem afhend er safninu á svokölluðu Optical Digital Archive (ODA) formi.

Heimildamyndin Trend Beacons eftir þá Markelsbræður Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson, verður frumsýnd á CPH:DOX hátíðinni sem hefst í Kaupmannahöfn þann 6. nóvember. Stefnt er að frumsýningu á Íslandi í mars á næsta ári.

Myndinni er svo lýst:

Tíska og hönnun eru hlutir sem allir sjá daglega, alla ævi. Flestir eru grunlausir um hvernig straumar og stefnur í tísku og hönnun verða til og hvernig þeir straumar fleyta miklum fjármunum til þeirra sem eru með á nótunum.

Kafað er ofan í heim tískuspámennskunnar þar sem spáð fyrir um strauma og stefnur 2 ár fram í tímann. Tískuspámenn útskýra hvernig þeir vinna, hvað er það sem ræður og hvernig fyrirtæki þurfa að taka ákvörðun um hvaða stefnu sé fylgt. Mistök í þeim efnum geta verið dýr.

RAVAGE tvíeykið, Christine Boland og David Shah eru í aðalhlutverki hér. Við sjáum þau þróa spárnar og hvernig heimsfréttirnar hafa sín áhrif á þær og ráðgjöf til kúnnanna. Í lok myndarinnar sjáum við áhersluatriði spámanna og hvernig þeim líst á heiminn og þróun hans í hnotskurn.

Trend Beacons er kraftmikil rússibanareið inn í hulinn heim sem snertir alla daglega – en fæstir vita af. Við ferðumst um völundarhús tísku og hönnunar og rýnum í gegnum gjörningaþoku markaðarins til að ná miðju völundarhússins. Kraftmikil sýn höfundanna er styrkt af frábærri kvikmyndatöku sem hámarkar uppfræðslu- og skemmtanagildi myndarinnar. Áhorfandinn lítur tísku- og hönnunarheiminn ekki sömu augum eftir að hafa séð þessa mynd.

Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR