Ruben Östlund: Kvikmyndirnar eru að breytast

Sænski leikstjórinn Ruben Östlund, einn gesta RIFF, ræddi við kollega sinn Hafstein Gunnar Sigurðsson á hátíðinni og má sjá spjall þeirra hér að neðan. Þar kemur Östlund meðal annars inná þær breytingar sem eru að eiga sér stað í menningu okkar frá textaáherslum yfir í myndmálstjáningu og -upplifun. Östlund heldur því fram að áhugaverðustu hlutirnir í kvikmyndagerð eigi sér nú stað á netinu, t.d. YouTube - og að kvikmyndagerðarmenn verði að aðlagast þessum breyttu áherslum eigi kvikmyndir ekki að daga uppi sem listform án beins erindis við samtímann, líkt og til dæmis ópera.
Posted On 13 Oct 2014

Gagnrýni | Dúfa sat á grein og hugleiddi tilveruna (RIFF 2014)

"Það er margt í gangi í þessari mynd og oft ekki alltaf ljóst hvert Andersson er að fara en þetta virðist vera ein af þessum myndum sem dýpkast við hvert áhorf," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Hver vinnur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs?

Valur Gunnarsson hjá DV fer yfir þær myndir sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðauna Norðurlandaráðs í ár og spáir í spilin.
Posted On 12 Oct 2014

Jóhann Jóhannsson talinn eiga möguleika á Óskarstilnefningu fyrir “The Theory of Everything”

Jóhann Jóhannsson tónskáld er enn á ný talinn eiga möguleika á Óskarstilnefningu og að þessu sinni fyrir kvikmyndina The Theory of Everything eftir James Marsh.
Posted On 11 Oct 2014

Plakat “Blóðbergs” afhjúpað

Vesturport, framleiðandi kvikmyndarinnar Blóðberg í leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar, hefur sent frá sér plakat myndarinnar sem sýnd verður á næsta ári.
Posted On 09 Oct 2014

Gagnrýni | Afinn

"Kvikmyndagerðinni í Afanum er best lýst sem viðunandi. Það er ekkert sem sker sig úr við hana, hvorki á slæman né góðan hátt. Þessi mynd er gerð af mönnum sem vita hvað þeir eru að gera en um leið vantar allan karakter og stíl og fyrir vikið er myndin óttalega þurr og bragðlítil," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Björn Þórir Sigurðsson ráðinn yfir innlenda framleiðslu RVK Studios

Framleiðandinn Björn Þórir Sigurðsson (Bússi) hefur verið ráðinn til RVK Studios. Hann mun hafa umsjón með innlendri framleiðslu fyrirtækisins. Í framleiðslu hjá RVK Studios á innlendum vettvangi er m.a. önnur þáttaröðin af Ísland Got Talent fyrir Stöð2 og önnur þáttaröð Hulla, Leitin að Billy Elliot og Ófærð fyrir RÚV.
Posted On 09 Oct 2014

Víkingamyndir og skeggvöxtur

Egill Helgason leggur útaf fréttum um fyrirhugaða víkingamynd Baltasars á vef sínum og ræðir skeggvaxtarmál víkingamynda í sögulegu samhengi.
Posted On 08 Oct 2014

“París norðursins” tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna á Chicago hátíðinni

París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er tilnefnd til Roger Ebert-verðlaunanna, nýrra verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem stofnuð voru til heiðurs kvikmyndagagnrýnandanum Roger Ebert.
Posted On 08 Oct 2014

DV um “Afann”: Ljúfsár tilvistarkómedía með vafasaman boðskap

Gagnrýnanda DV finnst Sigga Sigurjóns takast á frábærlega tilgerðarlausan hátt að gæða þennan önuglynda mann sympatísku lífi en segir vandamálin ekki dregin nógu skýrt fram í handritinu.
Posted On 08 Oct 2014

Gagnrýni | The Babadook (RIFF 2014)

"Með The Babadook hefur leikstjórinn og handritshöfundurinn Jennifer Kent náð að gera líklega eina bestu hrollvekju undanfarinna ára, þó hún sé í raun mun meira en bara venjuleg hrollvekja. Hún er þessi sjaldgæfa hryllingsmynd sem ber fulla virðingu fyrir áhorfandanum og móðgar aldrei vitsmuni hans," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Baltasar með mörg járn í eldinum

Universal mun framleiða Vikingr, víkingamynd Baltasars Kormáks, sem hann hefur lengi haft í undirbúningi. Mörg önnur verkefni eru á dagskrá Baltasars.
Posted On 08 Oct 2014

Sjáðu stiklu heimildamyndarinnar “Svartihnjúkur” hér

Hjálmtýr Heiðdal hefur sent frá sér stiklu heimildamyndarinnar Svartihnjúkur-stríðssaga úr Eyrarsveit sem hann vinnur nú að.
Posted On 07 Oct 2014

Spennandi haustdagskrá í Bíó Paradís

Á haustdagskrá Bíó Paradísar gætir margra spennandi grasa. Þar á meðal eru margar myndir sem hafa slegið í gegn og unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims á undanförnum mánuðum.
Posted On 07 Oct 2014

“Salóme” verðlaunuð í Póllandi

Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg heldur áfram sigurgöngu sinni en myndin var verðlaunuð á Szczecin European Film Festival í Póllandi sem lauk í gær.
Posted On 07 Oct 2014

“Hvalfjörður” tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Evrópska kvikmyndaakademían hefur tilnefnt Hvalfjörð eftir Guðmund Arnar Guðmundsson til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í flokki stuttmynda.
Posted On 06 Oct 2014

Greining | “Afinn” heldur sínu striki

Afinn í öðru sæti eftir helgina með yfir sjö þúsund gesti frá upphafi.
Posted On 06 Oct 2014

Fyrsti bútur úr “Fortitude” hér

Sky Atlantic hefur sent frá sér þriggja mínútna bút úr sjónvarpsseríunni Fortitude sem mynduð var að stórum hluta á Austfjörðum fyrr á árinu. Sýningar hefjast í janúar, RÚV sýnir þáttaröðina hér á landi.
Posted On 05 Oct 2014

Þessar fengu verðlaun á RIFF 2014

RIFF lýkur í dag, en í gærkvöldi fór fram verðlaunaafhending í Iðnó þar sem eftirfarandi myndir hlutu verðlaun:
Posted On 05 Oct 2014

Auglýst eftir efndum og endurnýjun á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu

Hilmar Sigurðsson formaður SÍK og Friðrik Þór Friðriksson formaður SKL auglýsa eftir efndum og endurnýjun frá ríkisstjórn Íslands á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu.
Posted On 04 Oct 2014

Gagnrýni | Turist (RIFF 2014)

"Í kjarnann stúdía á karlmennsku vs. kvenleika og leikur sér með hugmyndir um hvað felst í því að vera karlmaður, eða jafnvel hetja. Hún er líka ekki endilega svo mikið um hvernig menn bregðast við krísu heldur um hvernig samfélagið segir okkur hvernig við eigum að bregðast við, og jafnvel hvernig maður eigi að bregðast við viðbrögðunum.," segir Atli Sigurjónsson í umsögn sinni.

Leitað að leikurum vegna stuttmyndar

Kvikmyndafélagið Askja Films hyggst taka upp stuttmyndina Ein af þeim í leikstjórn Evu Sigurðardóttur fljótlega og leitar nú að leikurum. Leitað er að stelpum á aldrinum 14-16 ára og strákum á aldrinum 14-19 ára. Öllum er velkomið að sækja um og geta áhugasamir sent póst á þetta netfang, áheyrnarprufurnar verða síðan í október.
Posted On 02 Oct 2014

Kvikmyndasafnið leitar að týndum íslenskum myndum

Nú stendur yfir átak á vegum Kvikmyndasafnsins og Kvikmyndamiðstöðvar að hafa uppi á öllum íslenskum kvikmyndum á filmu, sem enn kunna að leynast á kvikmyndavinnustofum erlendis. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu/Vísi.
Posted On 02 Oct 2014

Morgunblaðið um “Afann”: Hlaðin skondnum stefjum

Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu fjallar um Afann í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar og segir myndina eiga erindi við alla og að hún ætti að geta skemmt flestum kostulega.
Posted On 02 Oct 2014