Greining | “Harry og Heimir” í þriðja sæti eftir opnunarhelgina

Myndin fékk 2.474 gesti um helgina en með forsýningum hafa alls 3.420 manns séð myndina hingað til.
Posted On 15 Apr 2014

Bíófíkill: Harry og Heimir í sínum fínasta gír

"[Myndin] á sér mesta erindi sitt til yngstu áhorfenda, einnig þeirra sem halda utan um nostalgíuminningar og eldri kynslóðarinnar sem enn hefur ekki tekist að fá leið á Spaugstofunni," segir Tómas Valgeirsson bíófíkill meðal annars í umsögn sinni.
Posted On 15 Apr 2014

Stuttmyndin “Leitin að Livingstone” frumsýnd

Myndin segir af Þór og Denna sem leggja af stað í leiðangur um Suðurlandið í leit að tóbaki en allt tóbak í borginni er uppurið vegna verkfalls opinberra starfsmanna.
Posted On 15 Apr 2014

Sjónvarpsmyndin “Ó blessuð vertu sumarsól” sýnd í tveimur hlutum á RÚV um páskana

Tregablandin kómedía með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Theódóri Júlíussyni, Vigni Rafni Valþórssyni, Magneu Björk Valdimarsdóttur og Þorsteini Bachmann í helstu hlutverkum. Lars Emil Árnason leikstýrir og skrifar handrit.
Posted On 14 Apr 2014

Labrador býður uppá myndatökuvinnusmiðjur í vor og sumar

Umsjón með vinnusmiðjunum hafa annarsvegar hinn kunni ljósmyndari Mika Ceron og kvikmyndagerðarmaðurinn Bowen Staines sem meðal annars hefur unnið fjölmörg tónlistarmyndbönd hér á landi.
Posted On 14 Apr 2014

Gagnrýnendur DV og Morgunblaðsins sáttir við “Harry og Heimi”

DV skemmti sér vel yfir fimmaurabröndurunum og Morgunblaðið talar um gáskafulla grínmynd sem skopast að sjálfri sér.
Posted On 14 Apr 2014

Sýningar á fjórðu seríu “Latabæjar” hefjast í haust

Stiklan fyrir fjórðu seríu Latabæjar er komin. Sýningar á þáttunum hefjast í haust.
Posted On 12 Apr 2014

Skjárinn skoðar Netflix módelið

Skjárinn skoðar breytingar á dreifingu efnis og planar "Netflix módel" samhliða öðrum kostum. Aðeins tímaspursmál segir Hermann Guðmundsson þróunarstjóri.
Posted On 12 Apr 2014

“Harry og Heimir – á bak við tjöldin” til sýnis hér

Heimildamynd um gerð bíómyndarinnar Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst, var sýnd á RÚV í gær. Myndin er rúmar átján mínútur og má skoða hér.
Posted On 12 Apr 2014

Jóhann Jóhannsson gerir tónlist við bíómynd byggða á ævi Stephen Hawking

Myndin kallast The Theory of Everything og er í leikstjórn James Marsh. Jóhann hefur einnig gert tónlist fyrir þrillerinn McCanick sem frumsýnd var nýlega og vinnur einnig að dönsku myndinni I Am Here.
Posted On 11 Apr 2014

Meira hnoss fyrir “Hross í oss”; nú í Köben

Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á CPH PIX, helstu kvikmyndahátíð Danmerkur. Þetta eru 22. verðlaun myndarinnar.
Posted On 11 Apr 2014

Frítt efni?

VIÐHORF | Íslenski fjarskiptageirinn veltir um 50 milljörðum árlega en viðskipta­módel hans byggist á því að hann selur inn á frítt efni sem neytendur sækjast eftir, segir Hilmar Sigurðsson formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda og bendir á að við verðum að fara að átta okkur á því að innihaldið er raunverulega virðið, ekki umbúðirnar eða flutningsleiðirnar.

“Holding Hands for 74 Years” hlýtur áhorfendaverðlaun Reykjavik Shorts & Docs Festival

Heimildamynd Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur um hjónin Lúðvík og Arnbjörgu og hvernig æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74 ár hlaut fyrstu verðlaun. Önnur verðlaun hlaut stuttmyndin Sker eftir Eyþór Jóvinsson og í þriðja sæti var myndin Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur.
Posted On 10 Apr 2014

Stefnt að tökum á “Ófærð” undir lok árs

Sjónvarpsserían Ófærð var kynnt fyrir kaupendum á MIP TV markaðsstefnunni sem lýkur í Cannes í dag. Stefnt er að tökum á Austfjörðum undir lok árs.
Posted On 10 Apr 2014

“Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst” í bíó 11. apríl

Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst! er frumsýnd í kvöld en almennar sýningar hefjast föstudaginn 11. apríl.
Posted On 08 Apr 2014

Félag kvikmyndagerðarmanna orðið að stéttarfélagi

Á aðalfundi Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) í gærkvöldi var samþykkt að gera félagið að stéttarfélagi. Undirbúningur málsins hefur staðið um skeið.
Posted On 08 Apr 2014

Plaköt “Vonarstrætis” afhjúpuð

Þrjú plaköt kvikmyndarinnar Vonarstræti, sem væntanleg er 16. maí, hafa litið dagsins ljós. Hvert þeirra prýðir ein þriggja aðalpersóna myndarinnar.
Posted On 07 Apr 2014

Óvíst um frekari erlend verkefni á árinu

Talsmenn Saga film, Pegasus og True North segja ekkert staðfest varðandi erlend kvikmyndaverkefni á árinu en benda þó á að skjótt skipist veður í lofti og að gjarnan taki kvikmyndaverin skyndiákvarðanir um næsta tökustað. Því geti hlutirnir breyst á svipstundu.
Posted On 07 Apr 2014

Sex myndir á Indverskri kvikmyndahátíð 8.-13. apríl

Indversk kvikmyndahátíð fer fram í Bíó Paradís dagana 8.-13. apríl. Sýndar verða fimm nýjar og nýlegar kvikmyndir auk hins sígilda "karrývestra" Sholay. Þetta er í annað sinn sem indversk kvikmyndahátíð fer fram í bíóinu en sú fyrri, sem haldin var 2012, sló í gegn.
Posted On 07 Apr 2014

Fimm bestu Hollywood myndirnar filmaðar hérlendis

Valur Gunnarsson tínir til þær Hollywood myndir sem filmaðar hafa verið hér á landi sem honum finnst bestar.
Posted On 07 Apr 2014

Illugi Gunnarsson um RÚV: “Framleiðsla innlends efnis er aðalatriði”

Í seinni hluta viðtals Ásgríms Sverrissonar við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra er rætt um málefni Ríkisútvarpsins. Hann segir meðal annars að stofnunin sé í fullum færum með að sinna lögbundnum skyldum sínum þrátt fyrir niðurskurðinn og telur einnig hugsanlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði sé horft til lengri tíma. Þá segir hann framleiðslu innlendrar dagskrár og sjálfstæði RÚV lykilatriði.
Posted On 07 Apr 2014

Illugi Gunnarsson: “Það má ekki gleyma því að listin er fyrst og fremst listarinnar sjálfrar vegna”

Í ítarlegu viðtali ræðir Ásgrímur Sverrisson við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra um margvísleg málefni kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Hér birtist fyrri hluti viðtalsins þar sem rætt er um sóknaráætlun fyrir skapandi greinar, uppbyggingu kvikmyndasjóðs eftir niðurskurð, kvikmyndamenntun og niðurhalsmál. Í seinni hluta viðtalsins sem lesa má hér er rætt um málefni Ríkisútvarpsins.

Gagnrýni | The Grand Budapest Hotel

"The Grand Budapest Hotel er sögð byggð á verkum Stefans Zweigs – þar á meðal Veröld sem var – en innblásin væri kannski nákvæmari lýsing. Hún er kannski frekar Veröld sem var hrært saman við Tinna – já, eða kannski Sval og Val – önnur aðalpersónan er meira að segja í vikapiltsbúningi mestalla myndina," segir Ásgeir H. Ingólfsson um þessa nýjustu mynd Wes Anderson.

Reykjavik Shorts & Docs Festival hefst í dag

Reykjavík Shorts&Docs Festival hefst í dag fimmtudag og stendur til 9. apríl í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum. Þetta er í 12. sinn sem hátíðin er haldin.
Posted On 03 Apr 2014