
Níu íslenskir kvikmyndagagnrýnendur láta mynda sig með fullnægingarsvip í tilefni frumsýningar Nymphomaniac eftir Lars von Trier. Sjá má hvernig til tókst hér til vinstri. Hægra megin er upprunalegt plakat myndarinnar.

Uppátækið er í kjölfar samskonar leiks danskra gagnrýnenda, sem fyrir fáeinum vikum riðu á vaðið og létu mynda sig í sömu stellingum og aðalleikarar myndarinnar. Í kjölfarið sigldu pólskir og ungverskir kvikmyndagagnrýnendur.
Nymphomaniac: fyrri hluti er forsýnd fimmtudaginn 13. febrúar og frumsýnd föstudaginn 14. febrúar. Annar hluti verður frumsýndur 14. mars. Myndirnar eru frumsýndar samtímis í bíó og á VOD leigum landsins.
Nymphomaniac Official Trailer from Zentropa on Vimeo.