Sýningar á “The Biggest Loser Ísland” hófust s.l. fimmtudag á Skjá einum

the-biggest-loserSýningar á raunveruleikaþáttaröðinni The Biggest Loser Ísland hófust s.l. fimmtudag á Skjá einum. Þættirnir ganga útá að aðstoða keppendur við að breyta lífi sínu til frambúðar. Í kynningu á þættinum segir Skjár einn að undraverður árangur hafi náðst og “hafa keppendur þáttanna náð að snúa við blaðinu og fengið að njóta til fullnustu þess sem lífið hefur upp á að bjóða”.

Umsjónarmaður þáttanna er Inga Lind Karlsdóttir. Sagafilm sér um framleiðsluna.

Sýningar eru á fimmtudagskvöldum kl. 20.30. Nánari upplýsingar um þáttinn má finna hér.

Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum:

Athugasemdir

álit

Tengt efni