Heim Bæjarbíó "Október" Eisensteins í Bæjarbíói

„Október“ Eisensteins í Bæjarbíói

-

Lenin fer mikinn í Október Eisensteins.
Lenin fer mikinn í Október Eisensteins.

Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói í kvöld þriðjudag kl. 20 og á laugardag kl. 16 hina víðfrægu mynd Sergei Eistenstein, Október, frá 1928. Í kynningarefni safnsins segir:

„Alþjóðleg velgengni Beitiskipsins Potemkin, varð þess valdandi að Sergei M. Eisenstein var fenginn til að stjórna gerð Októbers í tilefni af því að 10 ár voru liðin frá því að októberbyltingin var gerð. Gerðar skyldu tvær myndir og V. Púdovkin fengin til að stjórna hinni (sjá síðar). Árásin á Vetrarhöllina er hápunktur myndarinnar en endursköpun hennar árið 1920 varð fyrirmynd kvikmyndarinnar fremur en hinir raunverulegu ómyndrænu atburðir árið 1917. Sagnfræðingar og aðrir hafa stuðst við sviðsetningu myndarinnar í umfjöllun sinni.“

Erlendur Sveinsson, forstöðumaður Kvikmyndasafnsins birti eftirfarandi á Facebook síðu sinni:

„Lauk við að tónsetja Októberbyltingarmynd Sergei M. Eisensteins í dag. Þessi sígilda, sögulega kvikmynd verður sýnd í bíói Kvikmyndasafns Íslands, Bæjarbíói, n.k. þriðjudag og laugardag ásamt aukamyndinni „Leningrad, vagga byltingarinnar“. Það eru forréttindi að hafa fengið að þreifa á svo að segja hverjum myndramma meistarans sem kveikti áhuga minn á kvikmyndalistinni í árdaga og töktum í 6 verkum tónsnillingsins einstaka Dmítrí Sjostakovítsj sem víkur nú ekki úr huganum, verður þar fram í miðja næstu viku, trúi ég. Að sama skapi var þetta eins og að vera gestur, boðinn eða óboðinn, í helgum véum. Ég held að sýningin verði mögnuð, mögnuð veisla fyrir augu jafnt sem eyru.“

Myndin er sýnd með íslenskum skýringatextum, hér að neðan má sjá stiklu sem safnið hefur útbúið.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.