HeimEfnisorðVinterbrödre

Vinterbrödre

Tökum lokið á „Vinterbrödre“

Tökum á Vetrarbræðrum (Vinterbrödre), fyrstu bíómynd Hlyns Pálmasonar er lokið. Þær fóru fram á sex vikum í Faxe í Danmörku. Framleiðendur kynna nú myndina í Cannes en gert er ráð fyrir að hún verði frumsýnd undir lok árs.

Hlynur Pálmason gerir „Vinterbrödre“ í Danmörku

Hlynur Pálmason, sem útskrifaðist af leikstjórnarbraut Danska kvikmyndaskólans 2013, hefur tökur í fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd á næstu dögum. Myndin verður gerð í Danmörku og kallast Vinterbrödre, en verkefnið hefur fengið styrk frá Dönsku kvikmyndastofnuninni (DFI) uppá fimm milljónir danskra króna eða rúmar 95 milljónir króna. Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures er meðframleiðandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR