HeimEfnisorðToronto 2017

Toronto 2017

Kanadískar umsagnir um „Vetrarbræður“

Tvær umsagnir um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar hafa birst í Kanada þar sem myndin var sýnd á Toronto hátíðinni. Hjá BriefTake fær hún þrjár og hálfa stjörnu og er sögð einstakt afrek. We Live Entartainment segir hana ískalda en seiðandi tilraun sem tekst vel til með að þræða gegnum jarðsprengjusvæði karlmennsku og einangrunar.

Variety um „Undir trénu“: Kolbikasvört úthverfakómedía

"Smáborgaraleg togstreita er skrúfuð upp í annarlegar öfgar þannig að maður stendur á öndinni," skrifar Guy Lodge frá Toronto hátíðinni í Variety um Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar og bætir við: "Það sem myndina skortir í hinum fínni blæbrigðum bætir hún upp í einbeittum vilja til að láta allt flakka."

Cineuropa um „Svaninn“: Þroskasaga með snert af töfraraunsæi

Vassilis Economou skrifar frá Toronto í Cineuropa um Svaninn Ásu Helgu Hjörleifsdóttir og segir Ásu hafa skapað brothætta frásögn um þroskaferil og sjálfskönnun, auk þess sem hann hrósar sérstaklega leik Grímu Valsdóttur.

Ása Helga Hjörleifsdóttir ræðir um „Svaninn“

ScreenDaily birtir viðtal við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra og handritshöfund Svansins. Þar fer Ása yfir tilurðarsögu myndarinnar, hugmyndirnar á bakvið hana og hversvegna hún vildi gera myndina síðan hún var níu ára.

„Svanurinn“ sögð sláandi áhrifamikil í fyrstu umsögn frá Toronto

Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Vefurinn Real Honest Reviews birtir fyrstu umsögn um myndina og fer lofsamlegum orðum um hana.

[Stikla] „Svanurinn“ eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur

Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, er opnunarmynd Discovery hluta Toronto hátíðarinnar, en myndin verður frumsýnd á Íslandi í janúarbyrjun. Stikla myndarinnar hefur verið gerð opinber og má sjá hér.

Steve Gravestock: „2017 verður líklega minnst sem einstaks árs fyrir norrænar myndir“

Steve Gravestock dagskrárstjóri hjá Toronto hátíðinni fer yfir þær norrænu myndir sem taka þátt í hátíðinni nú í september. Hann telur úrvalið einstaklega gott að þessu sinni og segir að líklega muni þetta ár fara í annála fyrir gæði norrænna mynda. Þrjár íslenskar myndir, Undir trénu, Svanurinn og Vetrarbræður, verða sýndar á hátíðinni.

„Svanurinn“ og „Vetrarbræður“ til Toronto

Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, verður opnunarmynd Discovery hluta Toronto hátíðarinnar. Vetrarbræður, bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, mun sömuleiðis taka þátt í Discovery hluta hátíðarinnar.

„Undir trénu“ til Toronto

Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar. Hátíðin fer fram frá 7. til 17. september.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR