HeimEfnisorðTillögur Kvikmyndaráðs 2015

Tillögur Kvikmyndaráðs 2015

Kvikmyndaráð leggur til að þættir í starfsemi RÚV verði endurskoðaðir sem og sameiningu Kvikmyndasafns við Kvikmyndamiðstöð

Í annari umfjöllun Klapptrés (af þremur) um tillögur Kvikmyndaráðs er sagt frá hugmyndum ráðsins um fyrirkomulag innviða á borð við form stuðnings við greinina, menntunarmál, fræðilegar rannsóknir, safna- og varðveislumál og stuðning við hátíðir og kvikmyndasýningar. Meðal tillagna eru endurskoðun á hlutverki RÚV og aðkomu þess að kvikmyndagerð auk þess sem lagt er til að skoðað verði að sameina Kvikmyndasafn Kvikmyndamiðstöð og færa sýningahald þess í Bíó Paradís.

Svona eru tillögur Kvikmyndaráðs

Í tillögum Kvikmyndaráðs til menntamálaráðherra varðandi uppbyggingu kvikmyndagreinarinnar í landinu til næstu ára, sem Klapptré hefur undir höndum og birtast nú í fyrsta sinn opinberlega, er gert er ráð fyrir að framlög til Kvikmyndasjóðs aukist verulega og nái 2 milljörðum króna 2020 auk þess að fylgja verðlagsbreytingum. Þá er gert ráð fyrir ýmsum nýjum áherslum í úthlutunum Kvikmyndasjóðs til viðbótar þeim sem fyrir eru og að nýtt skipulag liggi fyrir við úthlutanir 2017.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR