HeimEfnisorðThe Grump

The Grump

„Sjóndeildarhringur“ Friðriks Þórs til Toronto

Ný heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sjóndeildarhringur, verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni og Þrestir Rúnars Rúnarssonar á San Sebastian eins og Klapptré hefur þegar sagt frá. Fúsi, Vonarstræti og finnsk/íslenska myndin The Grump taka einnig þátt í hátíðum haustsins. Fastlega má búast við að tilkynnt verði um aðrar myndir og hátíðir innan skamms.

Finnsk/íslenska metsölumyndin „Nöldurseggurinn“ frumsýnd 5. mars í Háskólabíói

Ein vinsælasta mynd Finna frá upphafi, Mielensäpahoittaja eða Nöldurseggurinn, verður frumsýnd með viðhöfn í Háskólabíói næsta fimmtudag og verða leikstjóri hennar, Dome Karukoski, og höfundur bókanna sem myndin er byggð á, Tuomas Kyrö, viðstaddir. Meðframleiðendur myndarinnar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp og Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlist.

Kvikmyndafélag Íslands meðframleiðandi finnskrar toppmyndar

Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands eru meðframleiðendur finnsku myndarinnar The Grump í leikstjórn Dome Karukoski. Myndin var sú vinsælasta í Finnlandi á síðasta ári með tæpa 459 þúsund gesti. Framleiðandi er Solar Films sem verið hefur samstarfsaðili Kvikmyndafélags Íslands um nokkurt skeið.

Ingvar Þórðarson í viðtali: „Verðum að segja íslenskar sögur“

Ingvar Þórðarson framleiðandi er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið um helgina. Þar er meðal annars farið yfir feril hans, rætt um stöðuna í kvikmyndagerð og verkefni framundan.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR