HeimEfnisorðStockfish 2015

Stockfish 2015

Vinnur Sprettfisk og gerir stuttmynd

Foxes eftir Mikel Gurrea vann stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar. Myndin er framleidd af Evu Sigurðardóttur og fyrirtæki hennar Askja Films, en Eva undirbýr nú gerð sinnar fyrstu stuttmyndar sem leikstjóri.

Leitin að hinni hreinu bíómynd

"Leitin að hinni hreinu bíómynd heldur áfram og er Stockfish-hátíðin kærkominn vettvangur til slíkra starfa á þessum eilífðarvetri," segir Valur Gunnarsson hjá DV í yfirlitsgrein um hátíðina.

Kvöldstund með Eddu

Christopher Orr, kvikmyndagagnrýnandi hjá bandaríska tímaritinu The Atlantic, var einn gesta Stockfish hátíðarinnar. Hann hefur nú birt grein þar sem hann fjallar um Edduverðlaunahátíðina um síðustu helgi. Þar lýsir hann upplifun sinni af hátíð sem hefur kunnuglega uppbyggingu en sé engu að síður framandi þar sem hann skilji ekki orð af því sem fram fer.

Stockfish krítík: Two Men in Town og Im keller

Gunnar Theodór Eggertsson fjallaði í kvikmyndapistli í Víðsjá, fimmtudaginn 26. febrúar, um Two Men in Town eftir Rachid Bouchareb heiðursgest hátíðarinnar og Im Keller eftir Ulrich Seidl en báðar eru þær sýndar á Stockfish-kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís sem stendur yfir til 1. mars.

Sigurður Sverrir Pálsson tökumaður heiðraður á Stockfish

Stockfish hátíðin hefur staðið fyrir sérstökum hátíðarsýningum á myndum sem Sigurður Sverrir Pálsson hefur kvikmyndað. Í fyrrakvöld var Tár úr steini sýnd að Sigurði Sverri viðstöddum og í gærkvöldi Land og synir. Við það tækifæri veitti Félag íslenskra kvikmyndatökustjóra (ÍKS) Sigurði Sverri sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín við íslenska kvikmyndagerð. Í kvöld (fimmtudagskvöld) verður svo sýnd kvikmyndin Kaldaljós og mun Sigurður Sverrir svara spurningum gesta á eftir sýningu.

Fleiri góðar á Stockfish

Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um kvikmyndirnar Tangerines, Adieu au langage og What We Do In The Shadows, sem allar eru sýndar á kvikmyndahátíðinni Stockfish sem nú stendur yfir í Bíó Paradís.

Nokkrar góðar á Stockfish

Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Víðsjár RÚV fjallar um myndirnar Blowfly ParkIdaThe Trip to Italy og A Girl Walks Home At Night sem sýndar eru á kvikmyndahátíðinni Stockfish.

Hver er besta íslenska bíómyndin?

Aðstandendur Stockfish hátíðarinnar spurðu tólf valinkunna kvikmyndaspekúlanta hvaða mynd þeim þætti sú besta í íslenskri kvikmyndasögu. Svörin eru hér.

Fjöldi viðburða á Stockfish, frítt inn

Fjöldi viðburða fer fram á Stockfish hátíðinni dagana 19. febrúar til 1. mars. Frítt er inn á alla fyrirlestra og málstofur hátíðarinnar.

Kvikmyndahátíðin Stockfish hefst 19. febrúar

Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival in Reykjavík verður haldin dagana 19. febrúar – 1. mars í Bíó Paradís. Sýndar verða á fjórða tug nýrra og nýlegra alþjóðlegra kvikmynda, auk þess sem boðið verður uppá ýmiskonar viðburði sem flestir snúa á einn eða annan hátt að tengslamyndun íslenskra og erlendra kvikmyndagerðarmanna.

Stockfish hátíðin kynnir fyrstu myndirnar

Stockfish – evrópsk kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís dagana 19. febrúar til 1. mars 2015. Á hátíðinni verða sýndar 30 kvikmyndir sem hlotið hafa mikla athygli á hátíðum víða um heim. Von er á þekktum verðlaunaleikstjórum og öðru alþjóðlegu kvikmyndagerðarfólki hingað til lands, auk þess sem boðið verður upp á ýmsa viðburði, fyrirlestra og vinnustofur fagfólks í tengslum við hátíðina.

Stockfish hátíðin óskar eftir stuttmyndum

Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival verður haldin í Bíó Paradís dagana 19. febrúar til 1. mars 2015. Að hátíðinni standa fagfélög í kvikmyndagerð á Íslandi. Hátíðin óskar eftir íslenskum stuttmyndum til þátttöku í keppninni Sprettfiskur.

Stockfish hátíðin haldin í febrúar

Kvikmyndahátíðin Stockfish European Film Festival in Reykjavík verður haldin í fyrsta sinn dagana 19.febrúar - 1.mars 2015 í Bíó Paradís og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. Það er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna - Bíó Paradís ses. sem stendur fyrir hinni endurvöktu hátíð. Stockfish European Film Festival in Reykjavík er sjálfseignarstofnun sem starfar með það að markmiði að efla og styrkja kvikmyndamenningu og -iðnað á Íslandi og er hátíðin ekki haldin í hagnaðarskyni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR