HeimEfnisorðSkjaldborg

Skjaldborg

Skjaldborg opnar fyrir umsóknir

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda snýr aftur heim á Patreksfjörð og verður haldin í fimmtánda sinn um hvítasunnuhelgina 3.-6. júní. Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir verk til frumsýningar og verk í vinnslu til kynningar á hátíðinni.

Skjaldborg frestað um ár

Skjaldborgarhátíðinni hefur verið frestað um eitt ár og verður næst haldin um hvítasunnuhelgina 2022. Hátíðin sendi frá sér tilkynningu um þetta í dag. Klapptré heyrði í Körnu Sigurðardóttur, einum stjórnenda hátíðarinnar.

Frestur til að sækja um á Skjaldborg rennur út 9. júní

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin um verslunarmannahelgina á Patreksfirði dagana 31. júlí - 3. ágúst 2020. Hægt er að sækja um fyrir Íslandsfrumsýningu á heimildamyndum í hvaða lengd sem er eða kynningu á verki í vinnslu. 

Skjaldborg fær Eyrarrósina

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, hlýtur Eyrarrósina í ár, en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.

Skjaldborg og Northern Wave tilnefndar til Eyrarrósarinnar

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynd og Northern Wave International Film Festival eru báðar tilnefndar til Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.

Söfnun fyrir stafrænum sýningarbúnaði í Skjaldborgarbíó í höfn

Söfnun sem staðið hefur yfir á Karolina Fund að undanförnu fyrir stafrænum sýningarbúnaði (DCP) í Skjaldborgarbíó á Patreksfirði er í höfn, nú þegar rúmur sólarhringur er eftir af söfnuninni.

Skjaldborgarbíó inn í 21. öldina

Aðstandendur Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda, vilja vekja athygli á söfnun sem nú stendur yfir á Karolinafund til kaupa á stafrænu sýningarkerfi fyrir Skjaldborgarbíó á Patreksfirði og munu standa fyrir góðgerðarsamkomu í Bíó Paradís þessu til stuðnings. Herlegheitin fara fram laugardaginn 28. nóvember milli 16-18.

Skjaldborgarbíó safnar fyrir nýrri sýningarvél

Skjaldborgarbíó á Patreksfirði, sem verið hefur vettvangur samnefndrar hátíðar íslenskra heimildamynda í mörg ár, safnar nú fyrir stafrænum sýningarbúnaði (DCP) á Karolina Fund hópfjármögnunarsíðunni.

Minning | Albert Maysles 1926-2015

Albert Maysles, hinn heimskunni höfundur (ásamt bróður sínum David) heimildamynda á borð við Gimme Shelter, Grey Gardens og Salesman, er látinn 88 ára að aldri. Maysles kom til Íslands 2008 sem heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR