HeimEfnisorðSkjaldborg 2016

Skjaldborg 2016

„Keep Frozen“ vinnur á Skjaldborg

Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem lauk í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem þær Hulda og Helga hljóta þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir Kjötborg 2008.

Hér eru myndirnar á Skjaldborg 2016

Garn Unu Lorentsen, Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur, Heiti potturinn eftir Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur og Rúnturinn 1 eftir Steingrím Dúa Másson eru meðal þeirra 25 mynda sem sýndar verða á tíundu Skjaldborgarhátíðinni sem fram fer á Patreksfirði dagana 13.-16. maí.

Jose Luis Guerin heiðursgestur Skjaldborgar í ár

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin í tíunda sinn á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina næstkomandi, 13.-15. maí. Í ár verða frumsýndar 13 nýjar íslenskar heimildamyndir, auk nokkurra verka í vinnslu. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Jose Luis Guerin.

Skjaldborg 10 ára, skilafrestur til 24. mars

Skjaldborg-hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13.-16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Umgjörðin verður með sérstaklega glæstu sniði í ár þar sem hátíðin fagnar 10 ára afmæli.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR