HeimEfnisorðSkjaldborg 2014

Skjaldborg 2014

NÝ FRÉTT: „Salóme“ besta heimildamyndin á Nordisk Panorama

Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut aðalverðlaun Nordisk Panorama hátíðarinnar nú rétt í þessu. Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem fram fór í vor og verður sýnd í Bíó Paradís í nóvember.

Skjaldborg IV: Mamma

Í lokabréfi sínu frá Skjaldborg fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um vinningsmyndina, Salóme, eftir Yrsu Rocu Fannberg - heimildamynd um manneskju sem vill ómögulega vera í heimildamynd.

Skjaldborg III: Sápukúlan

Í næstsíðasta bréfi sínu frá Skjaldborg 2014 fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um FjallabræðurCrime Into the Future, Jöklarann og Aumingja Ísland. Vinningsmyndin, Salóme, bíður lokabréfsins.

Skjaldborg II: Lágstemmdur bíómorgun

Fjórar myndir fyrir hádegi í morgun; Bækur með remúlaðiRót vandans: Ísland og loftslagsbreytingar, Valsmaður fram í rauðan dauðann og The More You Know, The More You Know. Ásgeir H. Ingólfsson var bara nokkuð sáttur.

Skjaldborg I: Skjaldbaka ríður asna

Ásgeir H. Ingólfsson fer yfir fyrstu tvo daga Skjaldborgarhátíðarinnar sem lýkur í kvöld og fjallar meðal annars um myndir heiðursgestsins og íslensku myndirnar Úti að aka, Börn hafsins og Vertíð.

Myndirnar á Skjaldborg 2014 opinberaðar

Nýjar myndir frá Kára Schram, Ara Alexander, Helga Felixsyni, Jóhanni Sigfússyni, Yrsu Roca Fannberg og mörgum fleirum á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fer á Patreksfirði um hvítasunnuna, 6.-9. júní.

Victor Kossakovsky heiðursgestur Skjaldborgar í ár

Heiðursgestur Skjaldborgar 2014 er rússneski heimildamyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky (f. 1961). Hátíðin fer fram á Patreksfiirði um hvítasunnuhelgina 6.-9. júní. Klapptré mun fjalla ítarlega um hátíðina.

Skjaldborg haldin um hvítasunnuna, opið fyrir umsóknir til 1. maí

Sú merka hátíð íslenskra heimildamynda, Skjaldborg, fer fram um hvítasunnuhelgina næstkomandi, 6. - 9. júní. Hátíðin mun að vanda fara fram í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði en þetta er í áttunda sinn sem hátíðin verður haldin.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR