HeimEfnisorðSigurður Anton Friðþjófsson

Sigurður Anton Friðþjófsson

Engar stjörnur um „Snjó og Salóme“: Virkar en einungis rétt svo

Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands hefur nú um nokkurra vikna skeið haldið úti reglulegum skrifum um kvikmyndir á Fésbókarsíðu sinni. Þar á meðal er efnisliðurinn Engar stjörnur þar sem nemendur kvikmyndafræðinnar gagnrýna kvikmyndir. Einn þeirra, Snævar Freyr, skrifar umsögn um Snjó og Salóme Sigurðar Antons Friðþjófssonar og segir myndina kærkomna viðbót í íslenska kvikmyndaflóru, bendir á opnar dyr sem hefði mátt loka, grafinn hund og einstaka snilld.

Fréttablaðið um „Snjó og Salóme“: Ástarþríhyrningur, ýktar skopmyndir og gervidramatík

"Það hjakkar ekki mikið í klisjum og myndin hefur gott hjarta ásamt góðum samleik frá leikkonunum tveimur, en handritsgerð og tæknivinnsla er viðvaningsleg og tónninn í algeru tjóni," segir Tómas Valgeirsson í Fréttablaðinu um Snjó og Salóme Sigurðar Antons Friðþjófssonar.

Morgunblaðið um „Snjó og Salóme“: Kona á krossgötum

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Snjó og Salóme Sigurðar Anton Friðþjófssonar í Morgunblaðið og segir styrk hennar liggja í hnyttnum samtölum en skerpa hefði mátt á dramatískari senum. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

[Plakat] „Snjór og Salóme“ kemur í bíó 11. nóvember

Plakat kvikmyndarinnar Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson hefur verið opinberað. Myndin er væntanleg í bíó þann 11. nóvember næstkomandi á vegum Senu.

Kitla fyrir „Snjór og Salóme“ opinberuð

Kitla kvikmyndarinnar Snjór og Salóme eftir Sigurð Anton Friðþjófsson hefur verið opinberuð. Myndin er væntanleg í haust á vegum Senu.

„Webcam“ komin á VOD

Webcam, kvikmynd þeirra Sigurðar Antons Friðþjófssonar og Magnúsar Thoroddsen, er komin í VOD-kerfi símafélaganna.

DV um „Webcam“: Klámkynslóðin, taka 2

Kvikmynd sem öskrar á núið segir Valur Gunnarsson í DV um Webcam. "Jú, þetta er Ísland og hér gerum við hlutina í öfugri röð. Sagan fjallar því ekki um að glata sakleysi sínu heldur frekar um að endurheimta það."

Sigurður Anton leikstjóri „Webcam“: Þúsund hlutir sem gátu klikkað

Sigurður Anton Friðþjófsson leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Webcam spjallar við aðalleikonu myndarinnar um gerð hennar og hugmyndirnar á bakvið hana. Á eftir fylgir viðtal þar sem þau hafa hlutverkaskipti.

Morgunblaðið um „Webcam“: Fjötrar, ást og örbirgð

Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu skrifar um Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar og gefur henni þrjár stjörnur og segir meðal annars: "Þegar á heildina er litið er myndin allt í senn frumleg, ögrandi og krefjandi án þess að vera meiðandi eða groddaraleg. Hún tekur á viðkvæmum málefnum og vekur áhorfendur til umhugsunar um firringu nútímans þar sem hlutverkaleikir og sýndartengsl avatara í netheimum eru farin að þjarma að og skáka nærandi og ástríkum tengslanetum ættingja og vina í raunheimum."

Telmu Huld leiðist að leika sætu stelpuna

Telma Huld Jóhannesdóttir sem leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í gær, er í viðtali við Morgunblaðið. „"Ég er alveg meir yfir því að fá að leika þessa konu því hún er svo fersk,“ segir Telma sem vílaði ekki fyrir sér að fækka fötum í þágu hlutverksins."

Dáð af þúsundum í „Webcam“

Anna Hafþórsdóttir, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam, er í viðtali við Morgunblaðið. Almennar sýningar á myndinni hefjast á miðvikudag.

Ný „Webcam“ stikla opinberuð

Ný stikla kvikmyndarinnar Webcam eftir Sigurð Anton Friðþjófsson hefur verið opinberuð og má sjá hana hér. Myndin verður frumsýnd 8. júlí.

Bíómyndin „Webcam“ væntanleg á árinu

Síðar á árinu er væntanleg bíómyndin Webcam, gamanmynd um unga stúlku sem byrjar að hátta sig fyrir framan vefmyndavél. Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurður Anton Friðþjófsson, Magnús Thoroddsen Ívarsson er framleiðandi. Anna Hafþórsdóttir fer með aðalhlutverk.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR