HeimEfnisorðSena

Sena

Þráinn Bertelsson varar áhorfendur við

Þráinn Bertelsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sýningar Stöðvar 2 á Líf-myndunum þann 17. júní næstkomandi í óþökk sinni. Hann varar áhorfendur við lélegum gæðum sýningareintaka og biður þá afsökunar.

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn á American Film Market

Bandaríska sendiráðið hefur sent frá sér myndband þar sem fjallað er um þá íslensku kvikmyndagerðarmenn sem tóku þátt í nýafstöðnum American Film Market. Meðal þátttakenda sem koma fram í myndbandinu eru Leifur B. Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North, Konstantín Mikaelsson hjá Senu og Erlingur Jack Guðmundsson hjá Og Films.

Plaköt „Vonarstrætis“ afhjúpuð

Þrjú plaköt kvikmyndarinnar Vonarstræti, sem væntanleg er 16. maí, hafa litið dagsins ljós. Hvert þeirra prýðir ein þriggja aðalpersóna myndarinnar.

Heimildamyndin „Heild“ frumsýnd 4. apríl

Þetta er náttúrustemmningsmynd í fullri lengd og án orða, þar sem Ísland er viðfangsefnið. Höfundur myndarinnar, Pétur Kristján Guðmundsson, hefur unnið að henni í yfir þrjú ár og notast við fjölbreytta tækni við myndgerðina.

Björn Sigurðsson: Tæknin skapar nýja möguleika

Björn Sigurðsson forstjóri Senu fer yfir stöðuna í bíósýningabransanum í viðtali við Morgunblaðið og ræðir m.a. aðsóknarsveiflur, tækninýjungar, viðburðasýningar og niðurhalsmál.

Ný stikla með „Harry og Heimi“

Ný stikla úr bíómyndinni Harry og Heimir hefur litið dagsins ljós og gengur þar á ýmsu. Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson fara með helstu hlutverk en auk þeirra koma Svandís Dóra Einarsdóttir, Laddi, Ólafur Darri, Örn Árnason og margir fleiri við sögu. Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson, Zik Zak framleiðir og Sena dreifir. Myndin verður frumsýnd um páskana.

Kitla fyrir „Harry og Heimi: Morð eru til alls fyrst“

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir Sigurði Sigurjónssyni, Karli Ágústi Úlffsyni, Erni Árnasyni og fleirum í kvikmyndinni Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst, sem frumsýnd verður um næstu páska. Hér er kitla myndarinnar.

Rétthafar vilja fá Netflix til landsins

Í spjalli við RÚV segir Björn Sigurðsson forstjóri Senu myndrétthafa ekki standa í vegi fyrir því að Netflix bjóði þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið verði að spila eftir reglunum.

„Málmhaus“ Ragnars Bragasonar frumsýnd 11. október

Málmhaus eftir Ragnar Bragason verður frumsýnd á Íslandi þann 11. október. Sena dreifir myndinni. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í mánuðinum...

„Svona er Sanlitun“ í almennar sýningar 7. október

Svona er Sanlitun (This is Sanlitun), nýjasta mynd Róberts Douglas, verður frumsýnd 26. september sem opnunarmynd RIFF í ár en almennar sýningar hefjast síðan...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR