HeimEfnisorðScanbox

Scanbox

[Stikla] HYGGE eftir Dag Kára í dönskum kvikmyndahúsum frá 26. október

Sýningar hefjast á morgun í Danmörku á nýjustu kvikmynd Dags Kára, Hygge. Um er að ræða danska útgáfu af ítölsku kvikmyndinni Perfetti Sconosciuti, líkt og Villibráð var íslenska útgáfan af sama verki.

Þórir Snær um kaup Vuelta Group á Scanbox: Það er pláss til að hrista upp í hlutunum

Nýtt evrópskt kvikmynda- og sjónvarpsstúdíó, Vuelta Group, hefur fest kaup á danska dreifingar- og framleiðslufyrirtækinu Scanbox ásamt ýmsum öðrum sambærilegum evrópskum félögum. Þórir Snær Sigurjónsson forstjóri Scanbox ræðir við Deadline um málið og framtíðarplön.

Þórir Snær Sigurjónsson kaupir Scanbox

Þórir Snær Sigurjónsson og samstarfsaðilar hafa fest kaup á Scanbox, einu helsta dreifingarfyrirtæki Norðurlanda, en Þórir hefur rekið fyrirtækið undanfarin ár. Scanbox hefur komið að fjármögnun og dreifingu margra íslenskra kvikmynda á undanförnum árum.

„Hrútar“ fær glimrandi dóma í Danmörku, sýningar hefjast í dag

Sýningar á Hrútum Gríms Hákonarsonar hefjast í dag í dönskum kvikmyndahúsum á vegum Scanbox. Myndin, sem kallast á dönsku Blandt mænd og får (Meðal manna og sauða) fær almennt góða dóma gagnrýnenda.

„Á annan veg“ endurgerð í Noregi

Kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Á annan veg (2011) verður endurgerð í Noregi. Hún hefur áður verið endurgerð í Bandaríkjunum.

Þórir Snær Sigurjónsson fer yfir stöðuna hjá Scanbox

Þórir Snær Sigurjónsson hefur verið framkvæmdastjóri dreifingar- og framleiðslufyrirtækisins Scanbox um nokkurt skeið. Hann er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um stöðuna hjá Scanbox, sem stefnir á að auka þátttöku sína í norrænni kvikmyndagerð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR