HeimEfnisorðSan Sebastian 2016

San Sebastian 2016

Hjálmtýr Heiðdal ræðir um „Baskavígin“

Hjálmtýr Heiðdal, einn framleiðenda heimildamyndarinnar Baskavígin, er í viðtal við Morgunblaðið þar sem hann ræðir myndina og gerð hennar. Myndin er nú á San Sebastian hátíðinni og verður sýnd á RIFF.

„Eiðurinn“ í keppni í San Sebastian

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák mun keppa um Gullnu skelina, aðalverðlaun San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer á Spáni 16. – 24. september. Myndin verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni nokkru áður og frumsýnd á Íslandi 9. september.

Stikla fyrir „Baskavígin“ er hér

Stikla heimildamyndarinnar Baskavígin hefur verið opinberuð. Myndin er samvinnuverkefni spænskra og íslenskra aðila og var mynduð hér á landi að stóru leyti síðasliðinn vetur en einnig á Spáni. Hún verður frumsýnd á San Sebastian hátíðinni á Spáni í september.

„Baskavígin“ til San Sebastian 

Baskavígin, spænsk/íslensk heimildamynd í stjórn Aitor Aspe, hefur verið valin til þátttöku í Zinemira keppni San Sebastian hátíðarinnar. San Sebastian hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum í heiminum og fer fram í Donostia-San Sebastián á Spáni 16. – 24. september.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR