HeimEfnisorðSan Sebastian 2015

San Sebastian 2015

„Þrestir“ valin besta myndin á San Sebastian

Þrestir Rúnars Rúnarssonar var rétt í þessu valin besta myndin á San Sebastián kvikmyndahátíðinni. Rúnar veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í kvöld. San Sebastián hátíðin er ein af fáum svokölluðum „A“ kvikmyndahátíðum og hafa aðeins örfáar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd unnið til aðalverðlauna á slíkum hátíðum.

Cineuropa um „Þresti“: Sakleysið skyndilega kvatt

"Rúnar Rúnarsson hefur gert yfirvegaða frásögn um breytinguna frá unglingsárum til fullorðinsára sem er miklu harkalegri og grimmdarlegri en virðist við fyrstu sýn," segir Alfonso Rivera hjá Cineuropa meðal annars um Þresti sem nú er sýnd á San Sebastian hátíðinni.

„Þrestir“ frumsýnd í San Sebastian

Þrestir Rúnars Rúnarssonar var frumsýnd á San Sebastian hátíðinni í gær, sunnudag. Hér eru nokkrar myndir af leikstjóra og leikurum myndarinnar.

„The Show of Shows“ Benedikts Erlingssonar til San Sebastian

Heimildamynd Benedikts Erlingssonar, The Show of Shows: 100 Years of Vaudeville, Circuses and Carnivals (áður: The Greatest Shows on Earth), hefur verið valin til þátttöku í „Zabaltegi“ hluta San Sebastian hátíðarinnar sem fram fer 18.-26. september. Skemmst er að minnast þess að Hross í oss Benedikts hóf sigurgöngu sína á sömu hátíð fyrir tveimur árum.

„Þrestir“ Rúnars Rúnarssonar á San Sebastian

Þrest­ir Rúnars Rúnarssonar hef­ur verið val­in til þátt­töku í aðal­keppni San Sebastian hátíðar­inn­ar sem fram fer 18.-26. sept­em­ber. Myndin verður að líkindum frumsýnd á Íslandi á RIFF en almennar sýningar hefjast 16. október.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR