HeimEfnisorðSalóme

Salóme

Ekkert dregið undan í „Salóme“

Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut á dögunum Menningarverðlaun DV í flokki kvikmynda. DV fjallar um myndina, birtir umsögn dómnefndar og ræðir við Yrsu.

„Salóme“ hlaut Menningarverðlaun DV

Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut í dag menningarverðlaun DV í flokki kvikmyndalistar. Verðlaunin voru afhent í 36. skipti í Iðnó í dag, en þau eru veitt fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á árinu 2014.

34 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2014

Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).

„Salóme“ verðlaunuð á Spáni

Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg heldur áfram sigurgöngu sinni á kvikmyndahátíðum, en myndin vann í kvöld verðlaun á L'Alternativa kvikmyndahátíðinni í Barcelona á Spáni. Þetta eru fjórðu verðlaunin sem myndin hlýtur.

RÚV um „Salóme“: Frumleg og forvitnileg heimildamynd

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um heimildamyndina Salóme í pistli á Víðsjá á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Hann segir viðfangsefnið "skemmtilegan fýlupúka" og að eftir sitji frumleg og forvitnileg heimildamynd.

Taskovski Films annast sölu á „Salóme“

Breska sölufyrirtækið Taskovski Films mun annast sölu á heimildamyndinni Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg á alþjóðavettvangi. Þessi margfalda verðlaunamynd er nú til sýnis í Bíó Paradís.

Gagnrýni | Salóme

"Þótt Salóme sé allt öðru vísi en mamma mín og sjálfsagt allt öðruvísi en mamma þín þá fjallar myndin á einhvern einkennilegan hátt um mömmur okkar allra. Um konuna sem er allur heimurinn. Og mér sýnist að ég hafi ekki verið einn um að skynja það hvernig myndinni tókst að kvikmynda þessa einkennilegu kennd," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni.

Verðlaunamyndin „Salóme“ frumsýnd á morgun

Verðlaunamyndin Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun föstudag og standa sýningar til 20. nóvember.

NÝ FRÉTT: „Salóme“ besta heimildamyndin á Nordisk Panorama

Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut aðalverðlaun Nordisk Panorama hátíðarinnar nú rétt í þessu. Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem fram fór í vor og verður sýnd í Bíó Paradís í nóvember.

„Salóme“, „Leitin að Livingstone“, „Málarinn“, „Hjónabandssæla“ og „Megaphone“ fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Stuttmyndirnar Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson, Málarinn eftir Hlyn Pálmason og Megaphone eftir Elsu Mariu Jakobsdóttur og heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, sem á dögunum hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, verða fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. september næstkomandi.

Skjaldborg IV: Mamma

Í lokabréfi sínu frá Skjaldborg fjallar Ásgeir H. Ingólfsson um vinningsmyndina, Salóme, eftir Yrsu Rocu Fannberg - heimildamynd um manneskju sem vill ómögulega vera í heimildamynd.

Myndirnar á Skjaldborg 2014 opinberaðar

Nýjar myndir frá Kára Schram, Ara Alexander, Helga Felixsyni, Jóhanni Sigfússyni, Yrsu Roca Fannberg og mörgum fleirum á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fer á Patreksfirði um hvítasunnuna, 6.-9. júní.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR