HeimEfnisorðSævar Guðmundsson

Sævar Guðmundsson

Heimildaþáttaröðin STORMUR hefst á RÚV

Heimildaþáttaröðin Stormur eftir Sævar Guðmundsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson hefst á RÚV í kvöld. Þættirnir, sem eru alls átta, lýsa því hvernig íslenskt samfélag tókst á við heimsfaraldurinn sem hófst á fyrstu vikum ársins 2020.

[Stikla] STORMUR, heimildaþáttaröð um faraldurinn á Íslandi, væntanleg um næstu áramót

Í heimildaþáttaröðinni Stormur er saga Covid-19 á Íslandi sögð út frá ýmsum hliðum með áherslu á mannlega þátt farsóttarinnar. Þáttaröðin er í sex hlutum og verður tekinn til sýningar í kringum komandi áramót á RÚV.

„Jökullinn logar“ verðlaunuð í New York

Heimildamyndin Jökullinn logar eftir Sævar Guðmundsson og Sölva Tryggvason hlaut í gær Gold­en Whistle-verðlaun­in sem veitt eru ár­lega á Kicking & Screening Soccer Film Festival í New York. Mynd­in var sýnd á opn­un­ar­kvöldi hátíðar­inn­ar en á ensku ber hún titil­inn Insi­de a Volcano.

„Jökullinn logar“, heimildamynd um ferðalag landsliðsins á EM, frumsýnd 3. júní

Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson hafa gert heimildamynd í fullri lengd um aðdraganda og undirbúning að þátttöku íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM. Myndin, sem kallast Jökullinn logar, verður frumsýnd í bíóum Senu 3. júní.

Heimildamynd um karlalandsliðið í fótbolta í vinnslu

Sævar Guðmundsson leikstjóri og Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður vinna nú að heimildamyndinni Leiðin okkar á EM 2016 um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Þeir hafa fylgt liðinu eftir í miklu návígi í um það bil ár, eða síðan undankeppnin fyrir EM 2016 hófst. Þeir leita nú stuðnings við verkefnið á Karolina Fund.

Sævar Guðmundsson stýrir músikvídeói fyrir Starwalker Barða Jóhannssonar og Jean-Benoît Dunckel

Fyrir skemmstu var frumsýnt nýtt myndband með hljómsveitinni Starwalker sem Barði Jóhannsson og Jean-Benoît Dunckel úr Air standa að. Myndbandið, sem er við lagið Losers Can't Win, var tekið upp í París á síðasta ári undir stjórn Sævars Guðmundssonar hjá framleiðslufyrirtækinu Purk.

„Sönn íslensk sakamál“: Spurningamerki hangir yfir frekari framleiðslu sökum gríðarlegs niðurhals

Þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál, sem Skjár einn hefur sýnt, hefur verið mikið halað niður á umdeildum skráaskiptasíðum. Spurningamerki hangir yfir frekari framleiðslu af þeim sökum segir Sævar Guðmundsson leikstjóri þáttanna. Fimmta serían er er nú fáanleg í Leigu Vodafone og Skjá Bíó, um tveimur mánuðum eftir að sýningu þáttanna lauk á Skjá einum. Fjórða serían er einnig í boði.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR