HeimEfnisorðRIFF 2016

RIFF 2016

„Ungar“ Nönnu Kristínar Magnúsdóttur valin besta stuttmyndin á RIFF

Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin á nýafstaðinni RIFF hátíð. Myndin hlaut verðlaun Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar.

„Guðleysi“ fær Gullna lundann

Loka­hóf RIFF, Alþjóðlegr­ar kvik­mynda­hátíðar í Reykja­vík fór fram í Hvala­safn­inu í gærkvöldi. Þar var hátíðinni form­lega slitið og verðlaun veitt í keppn­is­flokk­um hátíðar­inn­ar.

Morgunblaðið um „Sundáhrifin“: Straumhvörf og hrífandi slembilukka

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Sundáhrifin Sólveigar Anspach í Morgunblaðið í dag, en myndin er frumsýnd á RIFF en verður svo tekin til sýninga í Bíó Paradís. Hjördís gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu og segir að í henni bjóðist "áhorfendum að flandra um með persónum í töfrandi söguheimi þar sem einlægar tilfinningar ráða för og duttlungafullt háttalag leiðir tíðum til spaugilegra árekstra."

Bandaríki tilfinninganna: spjall við pólska leikstjórann Tomasz Wasilewski

Í tilefni þess að pólska kvikmyndin United States of Love verður sýnd á RIFF, endurbirtum við viðtal Ásgeirs H. Ingólfssonar við leikstjórann Tomasz Wasilewski sem tekið var á Berlínarhátíðinni síðustu þar sem myndin hlaut verðlaun fyrir besta handritið (viðtalið birtist upphaflega þann 10. mars s.l.).

Tíu forvitnilegar myndir á RIFF

RIFF hefst á morgun og sýnir um 70 kvikmyndir á 11 dögum auk ýmiskonar sérviðburða. Ég tíndi út tíu myndir (eða myndaraðir) sem mér þykja forvitnilegar - en endilega farið vel yfir úrvalið.

Deepa Mehta heiðursgestur RIFF ræðir nýjustu mynd sína

Einn heiðursgesta RIFF 2016 er indverska leikstýran Deepa Mehta. Morgunblaðið ræddi við hana um nýjustu mynd hennar, Anatomy of Violence, sem sýnd verður á hátíðinni.

RIFF kynnir myndaval

RIFF hefst þann 29. september næstkomandi og sýnir hátt í sjötíu myndir frá 47 löndum. Þetta er í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin.

Hjálmtýr Heiðdal ræðir um „Baskavígin“

Hjálmtýr Heiðdal, einn framleiðenda heimildamyndarinnar Baskavígin, er í viðtal við Morgunblaðið þar sem hann ræðir myndina og gerð hennar. Myndin er nú á San Sebastian hátíðinni og verður sýnd á RIFF.

Arnar Þórisson tilnefndur til Lettnesku kvikmyndaverðlaunanna

Arnar Þórisson er tilnefndur til Lettnesku kvikmyndaverðlaunnana sem kvikmyndatökumaður ársins fyrir kvikmyndina Es esmu šeit (Mellow Mud).  Myndin var verðlaunuð á síðustu Berlínarhátíð og verður sýnd á RIFF.

Níu myndir í Ísland í brennidepli flokknum á RIFF, „Sundáhrifin“ opnunarmynd

Alls verða níu frumsýningar á íslenskum myndum og myndum sem tengjast landinu á einhvern máta í flokknum Ísland í brennidepli – Icelandic Panorama á væntanlegri RIFF hátíð.

Átján íslenskar stuttmyndir frumsýndar á RIFF 2016

Alls verða átján íslenskar stuttmyndir sýndar á RIFF í ár. Meðal viðfangsefna þeirra eru vinátta, foreldrahlutverkið, líf án tækni, íslenskir sjóbrettakappar og réttir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR