HeimEfnisorðReynir sterki

Reynir sterki

„Reynir sterki“ og „Viktoría“ fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Heimildamyndin Reynir sterki eftir Baldvin Z og stuttmyndin Viktoría eftir Brúsa Ólason hafa verið valdar til þátttöku á Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö 20.-25. september næstkomandi.

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

Hugrás um „Reyni sterka“: Frá ofurhetju til afbyggingar

Björn Þór Vilhjálmsson skrifar á Hugrás um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z. og segir hana um margt framúrskarandi, en erfitt sé að sætta sig við að uppljóstrun um að Reynir hafi verið ofbeldismaður og hugsanlega kynferðisbrotamaður sé sett innan sviga.

Morgunblaðið um „Reyni sterka“: Stórstjarna, skúrkur og harmræn hetja

"Stefna myndarinnar hefði getað verið markvissari," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um heimildamyndina Reyni sterka eftir Baldvin Z, en bætir því við að fjölskylda Reynis hafi stórmerkilega og spennandi sögu að segja. Hún gefur myndinni þrjár stjörnur.

Fréttablaðið um „Reyni sterka“: Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka

"Skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á," segir Tómas Valgeirsson í Fréttablaðinu um Reyni sterka Baldvins Z og gefur fjórar stjörnur.

[Stikla] „Reynir sterki“

Heimildamyndin Reynir sterki eftir Baldvin Z um samnefndan aflraunamann verður frumsýnd 10. nóvember. Stikla verksins hefur verið opinberuð.

[Plakat] „Reynir sterki“, frumsýnd 10. nóvember

Plakat heimildamyndarinnar Reynir sterki eftir Baldvin Z hefur verið opinberað. Myndin verður frumsýnd þann 10. nóvember næstkomandi.

Baldvin Z: Miklu erfiðara að gera heimildamynd en leikna mynd

Baldvin Z mun frumsýna heimildamynd sína um Reyni sterka í haust, en tökur eru nú nýhafnar á þriðju bíómynd hans, Lof mér að falla. Hann ræðir við Vísi um heimildamyndina og nýju bíómyndina.

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda á leiðinni uppá tjald á næstunni

Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.

Heimildamynd Baldvins Z „Reynir sterki“ í tökum frá 7. júlí

Baldvin Z er að hefja tökur á heimildamyndinni Reynir sterki. Myndin fjallar um ævi Reynis Arnars Leóssonar, sem var betur þekktur sem Reynir sterki. Zetafilm, fyrirtæki Baldvins, framleiir myndina með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR