HeimEfnisorðRáðherrann

Ráðherrann

Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020

Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.

Fréttablaðið um RÁÐHERRANN: Geð­veikin reddar ráð­herranum

"Ráð­herrann er svo­lítið reikull og rót­laus þar sem góð grunn­hug­mynd að fal­legri pólitískri fanta­síu líður fyrir hnökra í hand­riti, teygðan lopa og hæga fram­vindu en allt stein­liggur þetta í mögnuðum enda­sprettinum þegar geð­veikin tekur öll völd," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu í umsögn sinni um þáttaröðina Ráðherrann.

RÁÐHERRANN selst víða

Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann, sem Sagafilm framleiðir, hefur verið seld til sýninga í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Suður Evrópu.

Menningarsmygl um RÁÐHERRANN: Fantasían í stjórnarráðinu

"Ráðherrann fer þá leið að búa einfaldlega til hreinræktaða fantasíu," segir Ásgeir H. Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni á Menningarsmygli um fyrstu tvo þættina.

Björg Magnúsdóttir um RÁÐHERRANN:„Benedikt er leiðtoginn sem við öll þráum“

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir er einn þriggja handritshöfunda að þáttunum Ráðherrann sem frumsýndir verða á RÚV á sunnudaginn. Morgunblaðið ræddi við hana um þættina.

RÁÐHERRANN: Bakvið glansmyndina

Nanna Kristín Magnúsdóttir annar leikstjóri Ráðherrans og Birkir Blær Ingólfsson einn handritshöfunda, ræddu um þáttaröðina í Lestinni á Rás 1.

Nanna Kristín ræðir PABBAHELGAR og RÁÐHERRANN

Serie Series kaupstefnan, sem sérhæfir sig í leiknu sjónvarpsefni, birti á dögunum viðtal við Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra þar sem hún ræðir um reynslu sína af gerð Pabbahelga og Ráðherrans.

Teymið á bakvið RÁÐHERRANN ræðir um þáttaröðina

Fagmiðillinn C21 Media ræðir við teymið á bakvið þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust. Ólafur Darri Ólafsson sem fer með aðalhlutverkið, Nanna Kristín Magnusdóttir annar leikstjóranna og Jónas Margeir Ingólfsson einn handritshöfunda ræða hugmyndirnar bakvið verkið, en auk þess eru sýnd brot úr þáttunum.

Rætt um RÁÐHERRANN

Drama Quarterly ræðir við Ólaf Darra Ólafsson leikara, Jónas Margeir Ingólfsson handritshöfund og Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra um þáttaröðina Ráðherrann sem sýnd verður á RÚV í haust.

Þáttaröðin RÁÐHERRANN heimsfrumsýnd á Series Mania sjónvarpshátíðinni

Þáttaröðin Ráðherrann, sem Sagafilm framleiðir, verður heimsfrumsýnd á Series Mania hátíðinni sem fram fer í Lille í Frakklandi 20.-28. mars. Hátíðin er tileinkuð sjónvarpsþáttaröðum og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag.

„Eins og litl­ir strák­ar í Disney-landi“

Morgunblaðið ræðir við Birki Blæ Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson sem hafa skrifað handrit að tveimur dramatískum nýjum sjónvarpsseríum, Ísalög (Thin Ice) og Ráðherranum, en báðar verða sýndar á þessu ári.

„Ráðherrann“ bakvið tjöldin

Tökum er lokið á þáttaröðinni Ráðherrann. Þar leikur Ólafur Darri Ólafsson forsætisráðherra sem glímir við geðhvörf. Fjallað var um gerð þáttanna í Menningunni á RÚV og rætt við aðstandendur.

Cineflix dreifir „Ráðherranum“

Breska dreifingarfyrirtækið Cineflix hefur tryggt sér réttinn að íslensku þáttaröðinni Ráðherranum með Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki.

Ólafur Darri verður forsætisráðherra

Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Ráðherranum, sem verður tekin upp á næsta ári. Þar leikur Ólafur Darri óhefðbundinn stjórnmálamann sem verður forsætisráðherra Íslands, hvers ákvarðanir verða verða sífellt óvenjulegri eftir að hann tekur við embætti. Sagafilm framleiðir þættina sem hafa verið í þróun í nokkur ár.

Sagafilm gerir þáttaröð um forsætisráðherra sem hættir að taka lyfin sín

Variety ræðir við Kjartan Þór Þórðarson, forstjóra Sagafilm Nordic, um þáttaröðina Ráðherrann sem nú er í vinnslu. Þáttunum er lýst sem tragíkómedíu um pólitíkus með geðhvarfasýki sem verður forsætisráðherra.

Fjórar væntanlegar íslenskar þáttaraðir kynntar á Scandinavian Screening 6.-8. júní

Kaupstefnan Scandinavian Screening er haldin á Íslandi í fyrsta sinn dagana 6.-8. júní. Þar koma saman stærstu kaupendur sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum til að kynna sér og festa kaup á norrænu sjónvarpsefni. Alls verða 30 verkefni kynnt á kaupstefnunni og þar af fjórar innlendar þáttaraðir sem nú eru í undirbúningi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR