HeimEfnisorðÓskar Þór Axelsson

Óskar Þór Axelsson

Lestin um NAPÓLEONSSKJÖLIN og ÓRÁÐ: Íslenskar myndir sem reyna við Hollywood-formúluna

Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar sá Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson og Óráð eftir Arró Stefánsson og segir ljóst að "Hollywood-formúlan er enn þá eitthvað sem íslenskt kvikmyndagerðarfólk virðist spennt fyrir að tækla."

Fréttablaðið um NAPÓLEONSSKJÖLIN: Vivian er meira hörku­tól en Bruce Willis

"Hörkufín spennumynd og góð skemmtun á alþjóðlegan mælikvarða," segir Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu í umsögn um Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson.

Morgunblaðið um NAPÓLEONSSKJÖLIN: Skemmtileg klisja

Óneitanlega skemmtileg mynd þrátt fyrir marga galla, segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson.

Sýningar hefjast á NAPÓLEONSSKJÖLUNUM, myndin þegar selst á stóra markaði

Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson kemur í kvikmyndahús í dag. Myndin hefur þegar selst til nokkurra stærri markaða en verður kynnt kaupendum á Berlínarhátíðinni.

[Stikla, plakat] NAPÓLEONSSKJÖLIN frumsýnd í lok janúar

Stikla kvikmyndarinnar Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson er komin út. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason og verður frumsýnd í lok janúar á næsta ári.

SVARTUR Á LEIK verði miðjan í þríleik

Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson segir tímann loks réttan til ráðast í ekki eina, heldur tvær framhaldsmyndir af Svartur á leik. Myndin á tíu ára afmæli og er mætt aftur í bíó.

SVARTUR Á LEIK aftur í bíó, enn aðsóknarhæsta íslenska mynd síðustu tíu ára

Svartur á leik eftir Óskar Þór Axelsson var frumsýnd síðla vetrar 2012 og náði miklum vinsældum. Sýningar á myndinni hefjast aftur í tilefni tíu ára afmælisins þann 7. október.

Tökur standa yfir á spennumyndinni NAPÓLEONSSKJÖLIN

Þessa dagana standa tökur yfir á spennumyndinni Napóleonsskjölin, sem byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir handriti Marteins Þórissonar.

Ninna Pálmadóttir og Erlendur Sveinsson í tólfta þætti Leikstjóraspjallsins

Í tólfta þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Óskar Þór Axelsson við tvo leikstjóra af yngri kynslóð, þau Ninnu Pálmadóttur og Erlend Sveinsson, sem bæði eru að undirbúa sín fyrstu verk í fullri lengd.

Tinna Hrafnsdóttir í ellefta þætti Leikstjóraspjallsins

Í ellefta þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Óskar Þór Axelsson við kollega sinn Tinnu Hrafnsdóttur, en bíómyndarfrumraun hennar, Skjálfti, er væntanleg í febrúar.

Leikstjóraspjall, þáttur 2: Silja Hauksdóttir og Óskar Þór Axelsson

Í öðrum þætti Leikstjóraspjallsins ræða Óskar Þór Axelsson og Silja Hauksdóttir vítt og breitt um reynslu sína af leikstjórastarfinu, vinnu með leikurum, leikaraval, fagþekkingu í bransanum, lengd vinnutíma og margt annað.

Stórmynd um vestur-íslenska Olympíumeistara í íshokkí í undirbúningi

Snorri Þórisson hjá Pegasus undirbýr ásamt forsvarsmönnum kanadíska fyrirtækisins Buffalo Gal Pictures í Winnipeg gerð kvikmyndar um íshokkílið Fálkanna en beðið er eftir grænu ljósi frá Kvikmyndasjóði Íslands. „Gangi fjármögnun eftir hér geta tökur hafist á næsta ári og frumsýning yrði þá um ári síðar,“ segir Snorri í viðtali við Morgunblaðið.

[Stikla] Óskar Þór Axelsson leikstýrir spennuþáttunum SANCTUARY

Sýningar eru hafnar á spennuþáttaröðinni Sanctuary á Sundance Now streymisveitunni í Bandaríkjunum. Óskar Þór Axelsson (Ég man þig, Stella Blómkvist) leikstýrir fjórum fyrstu þáttunum af átta og Jakob Ingimundarson (Ég man þig) er tökumaður þeirra þátta.

Stella Blómkvist kölluð hundóféti á háum hælum

Þáttaröðin um Stellu Blómkvist er nú sýnd í Frakklandi og fær serían góða umsögn á vefnum Do It in Paris, þar sem Stella er kölluð hundóféti á háum hælum (það stuðlar).

„Ég man þig“ fær góð viðbrögð vestanhafs

Ég man þig Óskars Þórs Axelssonar er nú sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Myndin fær fín viðbrögð nokkurra bandarískra gagnrýnenda og er sem stendur með 100% skor á vefnum Rotten Tomatoes.

Þáttaröðin „Stella Blómkvist“ fer öll í loftið í dag í Sjónvarpi Símans

Allir sex þættir þáttaraðarinnar Stella Blómkvist fara í loftið í dag hjá Sjónvarpi Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er haft á með íslenska þáttaröð.

„Stella Blómkvist“ sögð gera Nordic Noir sjóðheitt á ný

Sænska vefritið Moviezine fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem sýnd er á Norrænum kvikmyndadögum í Lubeck. Blaðamaðurinn, Alexander Dunerfors, segir Stellu vera allt það sem hann telji litlu systur Sögu Norén úr Brúnni eiga að vera; óttalausa, klára, þokkafulla, óvenjulega og klækjakvendi þegar þarf.

„Stella Blómkvist“ í bak og fyrir

Drama Quarterly fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem verður til sýnis í Sjónvarpi Símans og á Viaplay í lok nóvember. Rætt er við Óskar Þór Axelsson leikstjóra, Kjartan Þór Þórðarson framleiðenda, Heiðu Rún Sigurðardóttur (Heiðu Reed) sem fer með aðalhlutverkið og Jóhann Ævar Grímsson aðalhandritshöfund.

„Ég man þig“ verðlaunuð í Þýskalandi

Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson hlaut aðalverðlaunin á þýsku kvikmyndahátíðinni Fantasy Film Fest en tíu kvikmyndir tóku þátt í aðalkeppninni.

[Stikla] Þáttaröðin „Stella Blómkvist“

Þáttaröðin Stella Blómkvist kemur í Sjónvarp Símans í nóvember næstkomandi. Stikla þáttanna, sem eru sex talsins og verða allir fáanlegir í einu, er komin út.

Kvikmyndir.is um „Ég man þig“: Glæpasaga með hryllingsívafi

Hildur Harðardóttir skrifar á Kvikmyndir.is um Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson og segir meðal annars: "Skipting á borð við þessa þar sem stokkið er á milli frásagna er ekki ný af nálinni í kvikmyndum, en hún er vandmeðfarin. Hvernig sögurnar tvær tengjast er vissulega óvenjulegt á skemmtilegan hátt, en þetta uppbrot heftir flæði frásagnarinnar."

„Ég man þig“ seld um allan heim

Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur tilkynnt um sölur á Ég man þig Óskars Þórs Axelssonar víða um heim í kjölfar Cannes hátíðarinnar. Myndin fer meðal annars til Norður-Ameríku (IFC Films), Frakklands (Swift), Japans (Gaga), Rómönsku Ameríku (California Filmes) og Víetnam (Green Media).

Fréttablaðið um „Ég man þig“: Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur

"Samsetningin er á yfirborðinu í toppstandi og leikurinn traustur, en holótt saga og stíf samtöl draga aðeins úr kraftinum," skrifar Tómas Valgeirsson í Fréttablaðið um Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur.

Lestin á RÚV um „Ég man þig“: Sterk glæpasaga en slappur hrollur

Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, telur Ég man þig vera frambærilega glæpasögu en reimleikarnir í myndinni nái þó aldrei almennilegu flugi.

Tökur standa yfir á þáttaröðinni „Stellu Blómkvist“

Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.

Studiocanal kaupir Bretlandsréttinn á „Ég man þig“

Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur gengið frá sölu á dreifingarrétti í Bretlandi á kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, til Studiocanal. Einnig hefur myndin verið seld til þýskumælandi svæða, Ungverjalands og Tyrklands.

TrustNordisk höndlar „Ég man þig“

Danska sölufyrirtækið TrustNordisk mun sjá um sölu kvikmyndarinnar Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson á alþjóðavísu. Myndin er væntanleg á næsta ári. Zik Zak kvikmyndir og Sigurjón Sighvatsson framleiða.

Tökur á „Ég man þig“ hefjast í næsta mánuði, Ágústa Eva og Þorvaldur Davíð í aðalhlutverkum

Tökur á mynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, hefjast í næsta mánuði á Hesteyri á Vestfjörðum. Byggt er á samnenfdri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson fara með aðalhlutverkin. Zik Zak framleiðir ásamt Sigurjóni Sighvatssyni.

Óskar Þór Axelsson gerir „Ég man þig“

Óskar Þór Axelsson hefur fengið 90 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð til að gera spennumyndina Ég man þig eftir skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Sigurjón Sighvatsson og Zik Zak kvikmyndir framleiða.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR