HeimEfnisorðÓskar Jónasson

Óskar Jónasson

Þáttaröðin „Signals“ valin áhugaverðasta verkefnið

Þáttaröðin Signals úr smiðju Óskars Jónassonar var valið áhugaverðasta "pitchið" á London Drama Summit sem fagritið C21 stendur fyrir. Sagafilm framleiðir en stefnan er að hefja tökur á seinni hluta næsta árs.

„Sjúgðu mig Nína“ sýnd á ný

Í tilefni þess að kvikmynd Óskars Jónassonar og félaga, Sjúgðu mig Nína (1985) er sýnd á Gamanmyndahátíðinni á Flateyri um helgina, birtir Klapptré umsagnir gagnrýnenda Þjóðviljans og Morgunblaðsins um myndina þegar hún kom út haustið 1985.

„Out of Thin Air“, heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, heimsfrumsýnd á Hot Docs hátíðinni

Myndin hefst á hinni dramatísku sögu af hvarfi Guðmundar Einarssonar og svo Geirfinns Einarssonar árið 1974. Síðan víkur sögu til þeirra sex ungmenna sem handtekin voru fyrir að hafa ráðið þeim bana. Byggt er á fyrstu handar frásögn þeirra sem upplifðu þessi mál.

Truenorth undirbýr tvö enskumælandi verkefni

True North vinnur nú að undirbúningi tveggja kvikmynda sem gerðar verða á ensku; annarsvegar The Malaga Prisoner eftir handriti Óskars Jónassonar og Arnaldar Indriðasonar og hinsvegar Keflavik eftir bandaríska leikstjórann Michael G Kehoe.

Morgunblaðið um „Fyrir framan annað fólk“: Klassískar aðstæður

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar í Morgunblaðið og segir hana hugljúfa mynd um hugnæmt ástarævintýri. "Handritið slær engar feilnótur en er líka í engan stað sértækt," segir Hjördís og gefur myndinni þrjár stjörnur.

DV um „Fyrir framan annað fólk“: Erfitt að eiga við ástina

Valur Gunnarsson skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar og segir hana taka mið af samtíma sínum og fara ágætlega af stað, en fljótt fari að halla undan fæti. Hann gefur myndinni tvær stjörnur.

Harmageddon um „Fyrir framan annað fólk“: Fyndin, falleg og skemmtileg

Stefán Sigurjónsson gagnrýnandi útvarpsþáttarins Harmageddon fjallar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar og er ánægður með myndina, segir hana fyndna, fallega og skemmtilega Reykjavíkursögu.

„Fyrir framan annað fólk“ frumsýnd í dag

Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk er frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum. Óskar Jónasson leikstýrir eftir eigin handriti og Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, en verkið er byggt á leikriti þess síðarnefnda. Kristinn Þórðarson framleiðir fyrir True North.

Cinema Scandinavia um „Fyrir framan annað fólk“: Létt og skemmtileg

Vefurinn Cinema Scandinavia skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar sem sýnd var á nýliðinni Gautaborgarhátíð og segir myndina létta, auðmelta og afar skemmtilega. Myndin kemur í íslensk kvikmyndahús 26. febrúar.

Óskar Jónasson í viðtali: „Það kemur að því að þú verður að vera þú sjálfur“

Óskar Jónasson leikstjóri er í viðtali við Ske í tilefni væntanlegrar frumsýningar á nýjustu mynd hans, Fyrir framan annað fólk, þar sem hann ræðir myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin er frumsýnd 26. febrúar.

Truenorth og Mystery snúa bökum saman

True North og Mystery vinna nú saman að þróun átta nýrra kvikmynda, þar á meðal myndar sem byggð er á Geirfinnsmálinu og Óskar Jónasson mun leikstýra.

Tökur hafnar á „Fyrir framan annað fólk“

Tökur eru hafnar í Reykjavík á bíómynd Óskars Jónassonar Fyrir framan annað fólk. Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, og Hilmir Snær Guðnason.

Óskar gerir rómantíska kómedíu

Truenorth leitar nú meðframleiðenda á samframleiðslumarkaðinum í Berlín á fyrirhugaðri kvikmynd Óskars Jónassonar, Fyrir framan annað fólk.

True North kynnir Sturlungu verkefni á AFM

True North, sem nú hefur stofnað framleiðsludeild undir stjórn Kristins Þórðarsonar, kynnir verkefni á yfirstandandi American Film Market sem byggt er á Sturlungasögu. Screen Daily segir frá. Þar kemur fram verkið sé annaðhvort hugsað sem bíómyndarþríleikur eða sjónvarpsþáttaröð. Vinnuheitið er Sturlungar: The Viking Clan.

Friðrik Þór kjörinn formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra

Á aðalfundi Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) sem fram fór s.l. föstudagskvöld var Friðrik Þór Friðriksson kjörinn formaður samtakanna. Ragnar Bragason, sem verið hefur formaður síðastliðin fjögur ár, fór úr stjórn og í stað hans kom Ísold Uggadóttir. Að öðru leyti er stjórn óbreytt frá því sem var. Hana skipa því auk Friðriks og Ísoldar, Óskar Jónasson, Hilmar Oddsson og Silja Hauksdóttir.

Þriðja þáttaröð Pressu tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. Vísir greinir frá, sjá nánar...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR