HeimEfnisorðNorræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn

Þáttaröðin VIGDÍS og bíómyndin LJÓSVÍKINGAR styrkt af Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum

Þáttaröðin Vigdís í framleiðslu Vesturports og bíómyndin Ljósvíkingar frá Kvikmyndafélagi Íslands hlutu styrki úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum.

LJÓSBROT Rúnars Rúnarssonar fær 19 milljónir frá Norræna sjóðnum

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur veitt kvikmyndinni Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar tæplega 19 milljón króna styrk. Þetta var tilkynnt í dag. Tökur hefjast í haust.

Færri myndir, aukinn sveigjanleika í dreifingu og skjótari fjármögnun

Á dögunum bauð Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn til umræðu undir heitinu „Framtíð kvikmynda á krossgötum“ þar sem ræddar voru mögulegar leiðir til að efla norræna kvikmyndageirann.

BERDREYMI Guðmundar Arnars Guðmundssonar fær tæpar 17 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Bíómyndin Berdreymi, sem framleidd er af Anton Mána Svanssyni, hlaut á dögunum rúmlega 16,8 milljónir króna frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Guðmundur Arnar Guðmundsson (Hjartasteinn) leikstýrir, en áætlað er að tökur hefjist í lok ágúst.

Forsman útlistar horfurnar hjá Norræna sjóðnum

Liselott Forsman forstöðumaður Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fer yfir horfurnar framundan og hvernig hún sér árið fyrir sér, en sjóðurinn hefur nú tryggt sér meira fjármagn en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 1,758 milljónir króna.

„Drepum skáldið“ fær 25 milljónir frá Norræna sjóðnum

Ný bíómynd Friðriks Þórs, Drepum skáldið (Kill the Poet) hefur fengið um 25 milljóna króna styrk (1,8 milljón norskra) frá Norræna- kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum.

Sjónvarp Símans gerist aðili að Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum

Sjónvarp Símans er nú orðin aðili að Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og þannig geta verkefni stöðvarinnar sótt um fjármagn til sjóðsins líkt og RÚV og Stöð 2.

Margrét Örnólfsdóttir tilnefnd til handritsverðlauna fyrir „Flateyjargátuna“

Margrét Örnólfsdóttir hef­ur verið til­nefnd til handritsverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins fyrir Flateyjargátuna. Verðlaunin eru veitt á Gautaborgarhátíðinni sem hefst í lok janúar, fyrir besta hand­ritið í flokki sjón­varpsþátt­araða á Norður­lönd­um.

„The Valhalla Murders“ og „Hvítur, hvítur dagur“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin The Valhalla Murders í leikstjórn Þórðar Pálssonar og bíómyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar fengu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Tökur á báðum verkum eru fyrirhugaðar í haust.

Jóhann Ævar Grímsson tilnefndur til norrænna handritsverðlauna fyrir „Stellu Blómkvist“

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur kynnt tilnefningar til sjónvarpshandritaverðlauna sinna, en þetta er í annað skiptið sem þau eru veitt. Fulltrúi Íslands er Jóhann Ævar Grímsson fyrir handritið að þáttaröðinni Stellu Blómkvist.

„Héraðið“ og „Flateyjargáta“ fá stuðning Norræna sjóðsins

Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar og Flateyjargáta, þáttaröð Björns B. Björnssonar hlutu í dag styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkin fara í tökur á næsta ári.

Norrænar þáttaraðir ferðast vel milli Norðurlandanna, Íslendingar horfa mest á norrænt efni

Út er komin skýrsla á vegum Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins sem fjallar um áhorf og dreifingu norrænna sjónvarpsþátta innan Norðurlandanna. Petri Kemppinen, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir skýrsluna sýna að margar norrænar þáttaraðir ferðist vel milli landa og að dagskrártími og markaðssetning skipti gríðarlegu máli. Ófærð fékk almennt gott áhorf á hinum Norðurlöndunum og Íslendingar eiga metið í áhorfi á norrænar þáttaraðir.

„Fjallkona fer í stríð“ fær 17 milljónir frá Norræna sjóðnum

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð, fékk á dögunum 17 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur á myndinni hefjast í júlí og Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið.

Petri Kemppinen áfram framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins

Petri Kemppinen, framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins, hefur samið við stjórn sjóðsins um að gegna stöðunni áfram til a.m.k tveggja ára til viðbótar, með möguleika á tveimur árum til viðbótar við það.

„Fyrir Magneu“ Baldvins Z fær rúmar 23 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Nýjasta bíómynd Baldvins Z, Fyrir Magneu, hlaut á dögunum 1,7 milljón norskra króna í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Það samsvarar rúmum 23 milljónum íslenskra króna. Verkefnið, sem fer í tökur síðsumars, hefur einnig hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð auk þess sem RÚV tekur einnig þátt í fjármögnun.

„Undir trénu“ fær tæpar tuttugu milljónir frá Norræna sjóðnum

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitti á dögunum kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, 19.4 milljóna króna styrk. Steindór Hróar Steindórsson, Steindi jr., fer með aðalhlutverkið í myndinni.

Þáttaröðin „Fangar“ fær um 27 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Fangar fékk á dögunum tæplega 27 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkefnið, sem fer í tökur í vor undir stjórn Ragnars Bragasonar, hefur þegar verið selt til norrænu sjónvarpsstöðvanna og víðar auk RÚV. Mystery framleiðir.

„Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær 37 milljónir frá Norræna sjóðnum

Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hlaut rúmar 37 milljónir í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Verkefnið, sem er byggt á handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar, verður frumsýnt 2017. GunHil framleiðir.

Petri Kemppinen: Aukin áhersla á sjónvarpsefni og bálkamyndir

Petri Kemppinen framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins segir listrænar kvikmyndir, sem lengi hafa verið framlínan í norrænni kvikmyndagerð, séu á undanhaldi. Áherslur séu að færast yfir á sjónvarpsefni og myndir sem höfða til yngra fólks.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR