HeimEfnisorðNiðurskurður á RÚV 2016

niðurskurður á RÚV 2016

Dagskrárstjórar RÚV segja ríkisstjórnina vega að ritstjórnarlegu sjálfstæði

Dagskrárstjórar RÚV hafa sent stjórn RÚV yfirlýsingu þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af „ákvörðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem ógnar ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins.“ Undir yfirlýsinguna rita Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, Frank Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps og Ingólfur Bjarni Sigfússon, vef- og nýmiðlastjóri.

Viðhorf | Forsætisráðherra úti að aka með RÚV

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV í gær, sunnudag, að RÚV gæti aukið tekjur sínar þrátt fyrir lækkun útvarpsgjalds og nefndi þar aukna sölu auglýsinga í tengslum við þá leiknu þáttaraðir sem gerðar yrðu vegna sérframlagsins svokallaða sem og tekjur af sölu slíkra þáttaraða til Norðurlanda, Þýskalands og fleiri landa. Hvorutveggja lýsir miklum skilningsskorti og óhjákvæmilegt að spyrja hvort enginn sem þekki til hafi aðgang að eyra ráðherrans.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR