HeimEfnisorðNetflix

Netflix

Ingvar E. Sigurðsson meðal leikara í Netflix mynd Zack Snyder, REBEL MOON

Kvikmyndin Rebel Moon – Part One: A Child of Fire í leikstjórn Zack Snyder (300, Man of Steel) er komin út á Netflix. Ingvar E. Sigurðsson er meðal leikara í myndininni.

[Stikla] Þáttaröðin QUEEN eftir Árna Ólaf Ásgeirsson væntanleg á Netflix

Þáttaröðin Queen kemur á Netflix næsta fimmtudag. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Hann skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í fyrravor.

Hollywood Reporter um AGAINST THE ICE: Skortur á spennu

"Hvunndagslegt handrit og leiksjórn ná ekki að byggja upp spennu í þessari annars áhugaverðu sögu," skrifar David Rooney í Hollywood Reporter um Against the Ice eftir Peter Flinth, sem nú er á Berlínarhátíðinni og væntanleg á Netflix.

[Stikla] AGAINST THE ICE kemur á Netflix 2. mars

Stikla Netflix myndarinnar Against the Ice er komin út, en myndin verður frumsýnd 2. mars næstkomandi. Baltasar Kormákur framleiðir en Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið.

Tökur að hefjast á pólskri Netflix seríu eftir handriti Árna Ólafs Ásgeirssonar

Tökur eru að hefjast í Póllandi á þáttaröðinni Queen fyrir Netflix. Þættirnir eru byggðir á hugmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar og stóð til að hann leikstýrði þáttunum. Árni Ólafur skrifaði einnig handrit þáttanna ásamt Kacper Wysocki. Árni lést í vor.

Meirihluti Íslendinga hefur horft á, eða byrjað að horfa á KÖTLU

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. júní til 30 júní, hafa 36% Íslendinga horft á alla þættina af Kötlu á Netflix og 20% byrjað að horfa á þá.

Þáttaröðin KATLA komin á Netflix, „sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira,“ segir Baltasar

Þáttaröðin Katla eftir Baltasar Kormák birtist á Netflix í dag, 17. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Netflix framleiðir alfarið íslenska þáttaröð. Í viðtali við RÚV segir Baltasar að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við Netflix hefði haft áhuga á að framleiða íslenska seríu fyrir heimsmarkað og er sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira.

[Kitla] Þáttaröðin KATLA kemur á Netflix 17. júní

Þáttaröðin Katla í leikstjórn Baltasars Kormáks, Þóru Hilmarsdóttur og Barkar Sigþórssonar kemur út á Netflix þann 17. júní næstkomandi. Kitla verksins var frumsýnd í dag.

Fyrstu rammarnir úr KÖTLU

Netflix hefur sent frá sér nokkrar ljósmyndir úr þáttaröðinni Kötlu, sem væntanleg er á efnisveituna fljótlega. Baltasar Kormákur framleiðir þættina og leikstýrir einnig ásamt Þóru Hilmarsdóttur og Berki Sigþórssyni.

RVK Studios framleiðir kvikmyndina AGAINST THE ICE fyrir Netflix

RVK Studios framleiðir kvikmyndina Against the Ice fyrir Netflix og er tökum á myndinni nýlokið hér á landi. Hún verður sýnd síðar á árinu. Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið en þetta er ástríðuverkefni hans. Danski leikstjórinn Peter Flinth (Arn: The Knight Templar) stýrir. Nordic Film and TV News fjallar um myndina.

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.

[Stikla] Karl Óskarsson er tökumaður Netflix þáttanna THE DUCHESS

Sýningar hefjast á Netflix í dag á bresku gamanþáttaröðinni The Duchess. Karl Óskarsson er tökumaður þáttanna sem eru hugarfóstur leikkonunnar Katherine Ryan.

Viðhorf | Ögn um erindið við umheiminn og okkur sjálf

Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.

Netflix pantar músik frá Akureyri

Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana.

Netflix verkefni í tökum á Íslandi og í Suður Kóreu

Á meðan tökur liggja niðri um allan heim vegna Covid-19 faraldursins er það ekki tilfellið á Íslandi og í S-Kóreu þar sem Netflix er með verkefni í gangi.

Netflix framleiðir „Kötlu“

Vís­inda­skáld­söguþætt­irn­ir Katla úr smiðju leik­stjór­ans Baltas­ars Kor­máks verða fram­leidd­ir af efn­isveit­unni Net­flix. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Net­flix en þar seg­ir að fal­legt lands­lag Íslands verði fyr­ir­ferðar­mikið í átta þátta Net­flix-serí­unni en fram­leiðsla hefst 2020.

Net­flix fjármagnar ís­lenska þáttaröð Baltasars

Baltasar Kormákur sagði frá því í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að Netflix myndi fjármagna íslenska þáttaröð á hans vegum og að tökur hefjist næsta vor í Gufunesi.

Ólafur de Fleur Jóhannesson um „Malevolent“ og Netflix: Þetta er nýi völlurinn

Hrollvekjan Malevolent, í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar, verður frumsýnd á streymisveitunni Netflix á morgun, föstudag. Morgunblaðið ræddi við hann í tilefni þessa.

„Malevolent“ Ólafs de Fleur frumsýnd á Netflix

Bíómyndin Malevolent í leikstjórn Ólafs de Fleur Jóhannessonar verður frumsýnd á Netflix þann 5. október. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir bíómynd sem frumsýnd er á Netflix.

Lokað fyrir snemmbúna birtingu á „Out of Thin Air“ á Netflix, frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst

Heimildamyndin Out of Thin Air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, verður frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst. Í gær kom í ljós að myndin var fyrir mistök fáanleg á Netflix, þar á meðal á Íslandi, en búið er að loka fyrir birtingu. Hún verður opinberuð hjá streymisveitunni í lok september en áður, í byrjun septembermánaðar, verður hún sýnd á RÚV.

Þórir Snær: Íslenskan í sókn með Netflix

Þórir Snær Sig­ur­jóns­son finn­ur fyr­ir því að það sé meiri áhugi á ís­lensk­um kvik­mynd­um og sjón­varpsþátt­um en áður var, mun meiri en þegar hann byrjaði að vinna sem kvik­mynda­fram­leiðandi. Hann seg­ir að það sé meðal ann­ars fyr­ir til­stuðlan Net­flix.

Viðhorf | Cannes og Netflix takast á – vive la résistance!

Það verður fróðlegt að sjá hvernig slagurinn milli Cannes og Netflix spilast. Um er að ræða grundvallarmál varðandi hvernig almenningur horfir á kvikmyndir og þó að Netflix sé að ryðja nýjar brautir í þeim efnum er ekki endilega rétt að afskrifa Frakkana. Og nei, þetta er ekki endilega eitthvað "framtíð gegn fortíð" mál - þetta snýst miklu frekar um spurninguna hvað er bíó?

„Innsæi“ dreift á alþjóðlegum efnisveitum

Gengið hefur verið frá samningum um sýningar heimildamyndarinnar Innsæi-the Sea within í nokkrum af stærstu efnisveitum heims; Netflix, Vimeo on demand og Amazon Video.

„Out of Thin Air“, heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, heimsfrumsýnd á Hot Docs hátíðinni

Myndin hefst á hinni dramatísku sögu af hvarfi Guðmundar Einarssonar og svo Geirfinns Einarssonar árið 1974. Síðan víkur sögu til þeirra sex ungmenna sem handtekin voru fyrir að hafa ráðið þeim bana. Byggt er á fyrstu handar frásögn þeirra sem upplifðu þessi mál.

Innlendur flöskuháls í fjármögnun leikins sjónvarpsefnis

Þáttaröðin Rétt­ur 3 (Case) er aðgengi­leg meira en 50 millj­ón áhorf­end­um Netflix í Banda­ríkj­un­um, Kan­ada, Ástr­al­íu, Nýja Sjálandi og Skandi­nav­íu. Guðný Guðjóns­dótt­ir for­stjóri Sagafilm segir þetta til marks um að íslensk sjónvarpsþáttagerð eigi alla mögu­leika á að fá alþjóðlega sölu og dreif­ingu, en innlend fjármögnun sé flöskuháls.

„Réttur 3“ á Netflix; Eurodrama segir þættina sýna að Ísland sé orðið leiðandi í gerð norrænna spennuþátta

Réttur 3 (Case) í leikstjórn Baldvins Z og eftir handriti Þorleifs Arnarssonar og Andra Óttarssonar, er nú fáanleg á Netflix í Bandaríkjunum og Skandinavíu. Vefurinn Eurodrama skrifar umsögn um þættina og segir þá sennilega merkasta framlag til norræna spennuþáttaformsins síðan Brúin kom út.

Hversvegna Hollywood óttast sterka stöðu Netflix

The Hollywood Reporter birtir afar ítarlega og áhugaverða fréttaskýringu um Netflix og ótrúlega hraðan vöxt fyrirtækisins á allra síðustu árum. Vöxturinn hefur valdið miklum hræringum í bandarískum kvikmyndaiðnaði og margir óttast að Netflix nái yfirburðastöðu á sínu sviði líkt og gerst hefur með Google, Apple og Amazon.

„Hraunið“ komið á Netflix fyrst íslenskra þátta – þó ekki á Íslandi

Spennuþættirnir Hraunið, sem sýndir voru á RÚV 2014, eru komnir á Netflix. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt kvikmyndað efni birtist á þeim vettvangi. Þættirnir eru þó ekki fáanlegir á Íslandi vegna samninga.

Netflix meðal fjárfesta í mynd Sagafilm um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Heim­ild­ar­mynd um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið verður frum­sýnd á fyrstu mánuðum næsta árs, en Sagafilm vinn­ur um þess­ar mund­ir að fram­leiðslu henn­ar ásamt Mosaic Films í Bretlandi, BBC, RÚV og banda­rísku efn­isveit­unni Net­flix.

Jón Gnarr lýsir áhyggjum af framtíð innlendrar dagskrárgerðar

Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, tjáir sig á Fésbókarsíðu sinni í dag um Netflix og framtíðarhorfur í innlendri dagskrárgerð. Hann leggur útaf umfjöllun Kjarnans sem kallar opnun Netflix fagnaðarefni fyrir neytendur og lýsir áhyggjum sínum af framtíð innlendrar dagskrárgerðar.

Netflix til Íslands á seinni hluta ársins

Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir Netflix á Íslandi seint á árinu. Árni Samúelsson hjá Samfilm (Sambíóunum) staðfestir að samningar hafi tekist milli hans sem rétthafa og efnisveitunnar.

Netflix á leið til Íslands?

Netflix vinnur að því að opna fyrir þjónustu sína hér á landi. Viðræður við rétthafa eru hafnar en óvíst hvenær opnað verður fyrir þjónustuna.

Skjárinn skoðar Netflix módelið

Skjárinn skoðar breytingar á dreifingu efnis og planar "Netflix módel" samhliða öðrum kostum. Aðeins tímaspursmál segir Hermann Guðmundsson þróunarstjóri.

Samkeppnin á íslenskum fjölmiðlamarkaði er alþjóðleg, segir Ari Edwald

DV heldur því fram að áskrifendur Stöðvar 2 séu á bilinu 23-27 þúsund og áskrifendur Skjásins í kringum 23 þúsund. Þá segir miðillinn að um 17% þjóðarinnar séu áskrifendur að Netflix, sem gerir yfir 54 þúsund manns. Rætt er við Ara Edwald, forstjóra 365.

Ólöglegt niðurhal minnkar vestanhafs en eykst í Evrópu

Umferð um amerískar torrent-síður hefur dalað að undanförnu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gefur til kynna að sjóræningjamenningin á netinu sé að víkja fyrir vaxandi vinsældum streymisíðna eins og Netflix og YouTube. Á sama tíma fer ólöglegt niðurhal hinsvegar vaxandi í Evrópu.

Krafa um skref aftur til fortíðar

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans leggur útaf umræðunni um Netflix málið og bendir á að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Bjóða verði uppá sambærilega eða betri þjónustu.

Rétthafar vilja fá Netflix til landsins

Í spjalli við RÚV segir Björn Sigurðsson forstjóri Senu myndrétthafa ekki standa í vegi fyrir því að Netflix bjóði þjónustu sína hér á landi en fyrirtækið verði að spila eftir reglunum.

Eru skapandi greinar réttlausar?

Höfundaréttarmál í brennidepli: Ari Edwald forstjóri 365 bendir á að að Netflix sé dæmi um þjónustu sem ekki sé boðin löglega hér á landi og að íslensk stjórnvöld hafi sýnt ótrúlegan sofandahátt gagnvart þeim vandamálum sem hér eru á ferðinni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR