HeimEfnisorðLilja Ósk Snorradóttir

Lilja Ósk Snorradóttir

LJÓSBROT Rúnars Rúnarssonar fær 19 milljónir frá Norræna sjóðnum

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur veitt kvikmyndinni Ljósbrot í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar tæplega 19 milljón króna styrk. Þetta var tilkynnt í dag. Tökur hefjast í haust.

Kvikmyndastefnan til umfjöllunar í Nordic Film and TV News

Nordic Film and TV News fjallar um nýja kvikmyndastefnu fyrir Ísland á vef sínum og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, Lilju Ósk Snorradóttur, Grímar Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson um það sem hún felur í sér.

Lilja Ósk: Kvikmyndastefna markar nýtt upphaf fyrir greinina

Lilja Ósk Snorradóttir, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir nýframlagða Kvikmyndastefnu til 2030 marka nýtt upphaf fyrir íslenska kvikmyndagerð.

Lilja Ósk Snorradóttir nýr formaður SÍK

Aðalfundur SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, fór fram (rafrænt) á dögunum. Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus var kjörin formaður samtakanna og tekur við af Kristni Þórðarsyni sem situr áfram í stjórn.

Þrenn verðlaun til „Þrasta“

Þrestir Rúnars Rúnarssonar hefur sópað að sér verðlaunum á alþjóðlegum hátíðum undanfarnar vikur. Um síðustu helgi hlaut hún aðalverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Prag í Tékklandi, um þar síðustu helgi dómefndarverðlaunin í Mamers í Frakklandi og þar áður aðalverðlaun alþjóðlegu hátíðarinnar Spirit of Fire sem fram fór í borginni Khanty-Mansiysk í Síberíu, Rússlandi. Þrestir hefur nú unnið til alls 16 alþjóðegra verðlauna.

Þrettán íslenskar myndir á norrænum kvikmyndafókus í Sao Paulo

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Sao Paulo í Brasilíu stendur fyrir stærðarinnar norrænum fókus frá 22. október – 4. nóvember þar sem fjöldi kvikmynda frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi verða sýndar. Íslensku myndirnar eru 13 talsins.

„Hraunið“ kostaði 200 milljónir

Þáttaröðin Hraunið kostaði um tvö hundruð millj­ón­ir í fram­leiðslu og hef­ur sýn­ing­ar­rétt­ur­inn verið seld­ur til í Nor­egs, Svíþjóðar, Finn­lands, Tékk­lands, Lett­lands, Belg­íu, Hol­lands og Lúx­em­borg­ar. Viðræður um fram­hald eru þegar hafn­ar, segir mbl.is.

„Blóðberg“ Björns Hlyns Haraldssonar í tökur 5. ágúst

Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport og í samvinnu við 365 og Pegasus. Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.

Óvíst um frekari erlend verkefni á árinu

Talsmenn Saga film, Pegasus og True North segja ekkert staðfest varðandi erlend kvikmyndaverkefni á árinu en benda þó á að skjótt skipist veður í lofti og að gjarnan taki kvikmyndaverin skyndiákvarðanir um næsta tökustað. Því geti hlutirnir breyst á svipstundu.

Óveðursský í kvikmyndabransanum

Lilja Ósk Snorradóttir framkvæmdastjóri Pegasus ræðir við Kjarnann um verkefnin framundan og þá erfiðu stöðu sem við blasir í kvikmyndagreininni.

Tökur hafnar á „Hrauninu“

Tökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverk, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Tökur fara meðal annars fram á Snæfellsnesi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR