HeimEfnisorðLeviathan

Leviathan

„Ida“ með flestar tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna; „Hvalfjörður“ tilnefnd í flokki stuttmynda

Ida eftir pólska leikstjórann Pawel Pawlikowski hlýtur flestar tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, sem tilkynntar voru í dag. Myndin fær alls fimm tilnefningar. Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er tilnefnd í flokki stuttmynda, en það hafði áður verið tilkynnt.

„Leviathan“ sýnd á Rússneskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís

Bíó Paradís stendur fyrir Rússneskum kvikmyndadögum dagana 23.-27. október. Sýndar verða fimm myndir, þar á meðal Leviathan, nýjasta mynd Andrey Zvyagintsev, fremsta leikstjóra Rússa nú um stundir. Ókeypis er á opnunarmynd hátíðarinnar á fimmtudag kl. 18; Postman´s White Nights sem mætti helst lýsa sem síðkommúnískri nostalgíu með vodkabragði. Myndin vann Silfurbjörninn, aðalverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Hátíðin er í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR