HeimEfnisorðKvikmyndafræði HÍ

Kvikmyndafræði HÍ

Kvikmyndafræðinemar játa Bíó Paradís ást sína

Björn Þór Vilhjálmsson greinaformaður Kvikmyndafræðinnar í Háskóla Íslands hefur tekið saman fjölda ummæla nemenda Kvikmyndafræðinnar um Bíó Paradís og hvers virði bíóið er þeim.

„Viðbjóðslegur hugsunarháttur sem gerir kvikmyndina ógeðslega“

Þessi smellubeitulega fyrirsögn er jafnframt yfirskrift fyrirlesturs Gunnars Tómasar Kristóferssonar kvikmyndafræðings um mynd Svölu Hannesdóttur og Óskars Gíslasonar, Ágirnd (1952). Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir nokkrum fyrirlestrum undir samheitinu Samtímarannsóknir í kvikmyndafræði föstudaginn 18. október kl. 12:30 í Háskólabíói, sal 4.

Þórhildur Þorleifsdóttir um „Stellu í orlofi“: Skipti sköpum að hér voru konur að verki

Hugrás birtir viðtal Björns Þórs Vilhjálmssonar við Þórhildi Þorleifsdóttur um Stellu í orlofi, samstarfið við leikarana og hvernig það var að stíga út úr leikhúsinu og inn í kvikmyndaheima.

Ágúst Guðmundsson ræðir gerð og viðtökur „Lands og sona“

Ágúst Guðmundsson hélt erindi um gerð og viðtökur Lands og sona, lykilverks íslenska kvikmyndavorsins, á vegum kvikmyndafræði Háskóla Íslands þann 21. september 2017. Erindi Ágústs má horfa á hér. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ræddi jafnframt við Ágúst um myndina, ferilinn og íslenska kvikmyndagerð.

Íslenskir leikstjórar ræða myndir sínar í fyrirlestraröð á vegum Kvikmyndafræðideildar Háskóla Íslands

Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands mun halda fyrirlestrarröð í vetur undir heitinu „Íslensk kvikmyndaklassík“, þar sem mikilvægum brautryðjendum íslenskrar kvikmyndagerðar og athyglisverðum samtímaleikstjórum er boðið í heimsókn til að ræða um tilurð, framleiðslu og viðtökur tiltekinnar myndar eftir sig. Kvikmyndaskáldið Ágúst Guðmundsson ríður á vaðið fimmtudaginn 21. september kl. 12 í Veröld (húsi stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur), stofu 108 og mun hann ræða um kvikmynd sína Land og syni frá 1980. Fyrirlestrarnir verða haldnir einu sinni í mánuði og eru öllum opnir.

Engar stjörnur um „Snjó og Salóme“: Virkar en einungis rétt svo

Kvikmyndafræðideild Háskóla Íslands hefur nú um nokkurra vikna skeið haldið úti reglulegum skrifum um kvikmyndir á Fésbókarsíðu sinni. Þar á meðal er efnisliðurinn Engar stjörnur þar sem nemendur kvikmyndafræðinnar gagnrýna kvikmyndir. Einn þeirra, Snævar Freyr, skrifar umsögn um Snjó og Salóme Sigurðar Antons Friðþjófssonar og segir myndina kærkomna viðbót í íslenska kvikmyndaflóru, bendir á opnar dyr sem hefði mátt loka, grafinn hund og einstaka snilld.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR