HeimEfnisorðIngvar E. Sigurðsson

Ingvar E. Sigurðsson

Ingvar E. Sigurðsson meðal leikara í Netflix mynd Zack Snyder, REBEL MOON

Kvikmyndin Rebel Moon – Part One: A Child of Fire í leikstjórn Zack Snyder (300, Man of Steel) er komin út á Netflix. Ingvar E. Sigurðsson er meðal leikara í myndininni.

Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff fá Bodil verðlaunin dönsku fyrir VOLAÐA LAND

Ingvar E. Sigurðsson, Elliot Crosset Hove og Maria von Hausswolff hlutu í gærkvöld Bodil-verðlaunin, sem samtök danskra gagnrýnenda hafa veitt árlega í áratugi, fyrir verk sín í kvikmyndinni Volaða land eftir Hlyn Pálmason.

Þáttaröðin AFTURELDING fær um 20 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Afturelding hlaut á dögunum um 20 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Zik Zak framleiðir þættina sem fara í tökur í haust og verða sýndir á RÚV á næsta ári.

Ingvar E. verðlaunaður í Frakklandi fyrir HVÍTAN, HVÍTAN DAG

Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn í evrópskri mynd í fullri lengd fyrir hlutverk sitt í Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar á kvikmyndahátíðinni Premiers Plans í Angers í Frakkland, sem fram fór 17.-26. janúar.

Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir „Hvítan, hvítan dag“

Ingvar E. Sigurðsson er tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Hvítum, hvítum degi eftir Hlyn Pálmason. Þetta var kunngjört í gær.

Ingvar E. verðlaunaður fyrir leik sinn í „Hvítum, hvítum degi“

Ingvar E. Sigurðsson var valin besti leikarinn á elstu kvikmyndahátíð Kanada, FNC kvik­mynda­hátíðinni í Montreal á dögunum, fyrir Hvítan, hvítan dag. Fyrir hafði hann unnið Ris­ing Star verðlaun­in í Cann­es og einnig verðlaun­ í Transilvaniu, Rúm­en­íu.

Margir íslenskir leikarar í erlendum seríum og kvikmyndum um þessar mundir

Um þessar mundir má sjá nokkurn hóp íslenskra leikara bregða fyrir í alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkum. Í sjálfu sér ekkert nýtt nema hvað þeir eru óvenju margir þessa dagana. Þarna eru Tómas Lemarquis, Ólafur Darri Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, María Birta Bjarnadóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.

„Hvítur, hvítur dagur“ verðlaunuð í Motovun

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason var valin besta mynd kvikmyndahátíðarinnar í Motovun í Króatíu í gær. Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaununum. RÚV segir frá.

Ingvar E. verðlaunaður í Rúmeníu fyrir „Hvítan, hvítan dag“

Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu þann 8. júní. Fyrir skemmstu hlaut Ingvar verðlaun fyrir leik sinn í myndinni á Cannes hátíðinni.

Ingvar Sigurðsson valinn besti leikarinn á Critics’ Week í Cannes

Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á Critics' Week, hliðardagskrá hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Cannes. Verðlaunin eru kennd við Louis Roederer Foundation (Louis Roederer Foundation Rising Star Award) og eru önnur aðalverðlaunanna á Critics' Week sem veitt eru fyrir mynd í fullri lengd.

Ingvar E. og Hera með helstu hlutverk í „Sjálfstæðu fólki“ Baltasars

Ingvar E. Sigurðsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkin í fyrirhugaðri kvikmynd og þáttaröð Baltasars Kormáks þar sem byggt er á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Tökur eru fyrirhugaðar undir lok næsta árs eða í byrjun þess þar næsta.

Þrír Íslendingar í nýju „Fantastic Beasts“ myndinni

Þrír íslenskir leikarar, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og Álfrún Gísladóttir koma fram í kvikmyndinni Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald úr smiðju J.K. Rowling. Myndinnni er leikstýrt af David Yates sem stýrði einnig mörgum Harry Potter myndanna og er væntanleg í haust. Hér má sjá Ingvar E. reffilegan á kynningarplakati við hlið Johnny Depp.

„Hvítur, hvítur dagur“ Hlyns Pálmasonar fær 110 milljónir úr Kvikmyndasjóði

Næsta verkefni Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið 110 milljón króna vilyrði úr Kvikmyndasjóði. Tökur eru fyrirhugaðar á næsta ári, Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures framleiðir.

„Þrestir“ frumsýnd í San Sebastian

Þrestir Rúnars Rúnarssonar var frumsýnd á San Sebastian hátíðinni í gær, sunnudag. Hér eru nokkrar myndir af leikstjóra og leikurum myndarinnar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR