HeimEfnisorðHilmir Snær Guðnason

Hilmir Snær Guðnason

DÝRIÐ valin í Un Certain Regard á Cannes hátíðinni

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er meðal þeirra kvikmynda sem keppa í flokknum Un Certain Regard á Cannes hátíðinni sem nú fer fram í júlí. Fyrir sex árum hlaut Hrútar eftir Grím Hákonarson aðalverðlaunin í þeim flokki.

DÝRIÐ selst vel í Cannes

Kvikmyndamarkaðurinn í Cannes stendur nú yfir á netinu. Variety skýrir frá því að vel gangi að selja kvikmyndina Dýrið eftir Valdimar Jóhannesson. Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með aðalhlutverkin, en myndin verður frumsýnd 2021.

„Fyrir framan annað fólk“ frumsýnd í dag

Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk er frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum. Óskar Jónasson leikstýrir eftir eigin handriti og Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, en verkið er byggt á leikriti þess síðarnefnda. Kristinn Þórðarson framleiðir fyrir True North.

„Eiðurinn“ og „Alma“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.

Tökur hafnar á „Fyrir framan annað fólk“

Tökur eru hafnar í Reykjavík á bíómynd Óskars Jónassonar Fyrir framan annað fólk. Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, og Hilmir Snær Guðnason.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR