HeimEfnisorðHelgi Felixson

Helgi Felixson

Morgunblaðið um ÚT ÚR MYRKRINU: Við verðum að tala um þetta

"Gefur þeim sem eftir sitja rödd," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðinu um heimildamyndina Út úr myrkrinu eftir Helga Felixson og Titti Johnson.

Morgunblaðið um „Njósnir, lygar og fjölskyldubönd“: Gott flæði og hrífandi samfella

Hjördís Stefánsdóttir skrifar í Morgunblaðið um heimildamynd Helga Felixsonar, Njósnir lygar og fjölskyldubönd, en myndin er nú í sýningum í Bíó Paradís. "Myndin er í senn mjög áhugaverð og stórmerkileg söguleg heimild sem sýnir hvernig átök styrjalda stórvelda geta af sér meinvörp sem eitra út frá sér yfir á afskekkt annes óháðra smáríkja og öfugt, hvernig illvígar fjölskylduerjur geta óvænt ratað inná fjarlægari vígstöðvar."

„Njósnir, lygar og fjölskyldubönd“, ný heimildamynd Helga Felixsonar

Heimstyrjöldin síðari, fjölskyldustríð og handtökur, leyndarmál, þöggun, sögusagnir og rógburður eru viðfangsefni nýrrar heimildamyndar Helga Felixsonar sem nefnist Njósnir, lygar og fjölskyldubönd.

Myndirnar á Skjaldborg 2014 opinberaðar

Nýjar myndir frá Kára Schram, Ara Alexander, Helga Felixsyni, Jóhanni Sigfússyni, Yrsu Roca Fannberg og mörgum fleirum á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, sem fram fer á Patreksfirði um hvítasunnuna, 6.-9. júní.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.

Ástin í skugga atómbombu

Helgi Felixson vinnur að heimildamyndinni Vive la France um líf fólks á lítilli Kyrrahafseyju sem er ógnað af völdum kjarnorkutilrauna Frakka.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR