HeimEfnisorðHafdís Helga Helgadóttir

Hafdís Helga Helgadóttir

Sænskur leikstjóri gerir mynd á íslensku

Tökur standa nú yfir hér á landi á mynd sænska leikstjórans Maximilian Hult, Pity the Lovers. Leikarar eru íslenskir og myndin á íslensku. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström hjá sænska framleiðslufyrirtækinu Little Big Productions í samvinnu við Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur og Friðrik Þór Friðriksson hjá Hughrif. Sömu aðilar gerðu hér kvikmyndina Hemma fyrir nokkrum árum.

Stuttmyndin „Ólgusjór“ í tökur í sumar

Hópur útskrifaðra nemenda Kvikmyndaskóla Íslands, ásamt fleirum, hefur tekið höndum saman um framleiðslu stuttmyndarinnar Ólgusjór. Leikstjóri og handritshöfundur er Andri Freyr Ríkharðsson en nýtt framleiðslufyrirtæki, Behind the Scenes, annast framleiðslu. Tökur eru fyrirhugaðar í sumar, en verkefnið hefur hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð og Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

„Fyrir framan annað fólk“ frumsýnd í dag

Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk er frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum. Óskar Jónasson leikstýrir eftir eigin handriti og Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, en verkið er byggt á leikriti þess síðarnefnda. Kristinn Þórðarson framleiðir fyrir True North.

Tökur hafnar á „Fyrir framan annað fólk“

Tökur eru hafnar í Reykjavík á bíómynd Óskars Jónassonar Fyrir framan annað fólk. Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, og Hilmir Snær Guðnason.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR