HeimEfnisorðGuðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson

„Hjartasteinn“ fær verðlaun í Chicago

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut Gold Q Hugo verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago í Bandaríkjunum sem lauk um helgina. Gold Q Hugo eru aðalverðlaunin í Outlook flokki hátíðarinnar, þar sem LGBT sögum og sjónarhornum er gert hátt undir höfði.

[Stikla] „Hjartasteinn“ kemur um áramótin

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar kemur í kvikmyndahús um áramótin. Nýlega var stikla myndarinnar opinberuð og má sjá hana hér.

„Ártún“ og „Regnbogapartý“ verðlaunaðar í Rúmeníu

Stuttmyndirnar Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur hlutu báðar verðlaun á Ipsos Short Film Breaks hátíðinni í Rúmeníu. Sú fyrrnefnda hlaut fyrsta sætið en sú síðarnefnda það þriðja.

„Hjartasteinn“ verðlaunuð í Feneyjum

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, vann til Queer Lion verðlauna Kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í gærkvöldi. Queer Lion verðlaunin eru veitt þvert yfir alla flokka hátíðarinnar.

Segir allar dyr opnast fyrir „Hjartasteini“

Anton Máni Svansson, framleiðandi Hjartasteins er hæstánægður með viðtökur myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og segir að teymið á bak við myndina sé hreinlega í skýjunum.

Hollywood Reporter um „Hjartastein“: Of löng en hrífandi

David Rooney hjá The Hollywood Reporter skrifar frá Feneyjahátíðinni um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar. Rooney segir myndina of langa en hrífandi, en þrátt fyrir gallana sé þetta vel leikin og afar sjónræn frumraun sem lofi góðu.

Screen um „Hjartastein“: Hrífandi og næmlega gerð

Sarah Ward hjá Screen skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar sem nú er sýnd á Feneyjahátíðinni. Ward segir myndina hrífandi og næmlega gerða og vaða inná svið þroskasögumynda með réttum skammti af sjálfstrausti, samkennd og tærum stíl.

Brot úr „Hjartasteini“ birt, ásamt viðtali við Guðmund Arnar

Stuttur bútur úr Hjartasteini Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið birtur á vef dönsku kvikmyndastofnunarinnar, ásamt viðtali þar sem leikstjórinn ræðir um hugmyndirnar á bakvið verkið og vinnslu myndarinnar.

„Hjartasteinn“ til Toronto

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið valin í Discovery hluta Toronto hátíðarinnar en sá hluti hátíðarinnar er tileinkaður spennandi nýjum röddum í kvikmyndagerð. Myndin mun keppa um FIPRESCI gagnrýnendaverðlaunin en hátíðin stendur 8.-18. september.

„Hjartasteinn“ í keppni á Feneyjahátíðinni

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd tekur þátt í keppni á þessari merku hátíð.

„Ártún“ vinnur tvenn verðlaun

Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Ártún, vann til tveggja verðlauna á jafn mörgum hátíðum á dögunum. Myndin vann dómnefndarverðlaun ungmenna á Sardinia Film Festival á Ítalíu og Vogelsong Family Foundation verðlaunin hjá International Festival of Local Televisions (IFoLT) í Slóvakíu.

Stuttmyndir Guðmundar Arnars halda áfram að taka inn verðlaun

Stuttmyndir Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður og Ártún, halda áfram sigurgöngu sinni á kvikmyndahátíðum heimsins. Hvalfjörður var á dögunum valin besta leikna myndin á Zoom – Zblizenia kvikmyndahátíðinni í Jelenia Gora í Póllandi og Ártún besta leikna stuttmyndin á Mediawave kvikmyndahátíðinni í Komárom í Ungverjalandi.

„Hvalfjörður“ hefur fengið 26 alþjóðleg verðlaun það sem af er 2015 – íslenskar kvikmyndir tvöfalda fjölda verðlauna milli ára

Klapptré voru að berast nýjar upplýsingar frá framleiðanda stuttmyndar Guðmunar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður. Í ljós kemur að myndin hefur unnið til 26 verðlauna á árinu en ekki aðeins þeirra sex sem áður hafði verið sagt frá. Heildarfjöldi alþjóðlegra verðlauna sem íslenskar kvikmyndir hafa hlotið það sem af er árinu er því alls 64 en til samanburðar hlutu þær alls 34 alþjóðleg verðlaun á síðasta ári.

„Hvalfjörður“ fær tvenn spænsk verðlaun

Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður, heldur áfram að sópa til sín verðlaunum og nálgast þau nú þriðja tuginn. Myndin hlaut um síðustu helgi Val del Omar verðlaunin fyrir bestu alþjóðlegu stuttmynd á Festival Internacional de Jóvenes Realizadores (FIJR) sem fram fór í Granada á Spáni. Hún var einnig sömu helgi valin besta stuttmyndin á Festival de Cine de Santander í Cantabria í norðurhluta Spánar.

Tökur hafnar á „Hjartasteini“

Tökur eru hafnar á Hjartasteini Guðmundar Arnars Guðmundssonar og fara fram í Borgarfirði eystri. Þetta er fyrsta mynd Guðmundar í fullri lengd.

„Hjartasteinn“ fær tæpar 50 milljónir króna frá Eurimages

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur fengið 47,5 milljóna króna styrk frá Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins. Myndin fer í tökur síðsumars.

„Hvalfjörður“ og „Hjónabandssæla“ verðlaunaðar

Hvalfjörður er enn að moka inn verðlaunum, tveimur árum eftir frumsýningu og nú tvenn; í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Önnur stuttmynd Guðmundar Arnars, Ártún, er einnig á verðlauna- og hátíðarúntinum en fyrsta mynd hans í fullri lengd, Hjartasteinn, verður tekin upp síðsumars. Þá má og geta þess að stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson var að vinna sín fjórðu alþjóðlegu verðlaun og nú fyrir handrit á Tel Aviv International Student Film Festival.

„Ártún“ hlýtur tvenn verðlaun

Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, var valin besta stuttmyndin á SPOT kvikmynda- og tónlistarhátíðinni í Árósum í Danmörku sem fram fór 30. apríl til 3. maí. Myndin hlaut einnig sérstök dómnefndarverðlaun á Minimalen stuttmyndahátíðinni í Þrándheimi í Noregi dagana 22. til 26 apríl.

„Ártún“ vinnur til verðlauna í Bandaríkjunum

Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í stuttmyndakeppni RiverRun International Film Festival sem fram fór í Winston-Salem í Norður Karólínu í Bandaríkjunum 16. – 26. apríl. Fyrir ári síðan vann önnur stuttmynd Guðmundar Arnars, Hvalfjörður, einnig sérstök dómnefndarverðlaun á hátíðinni.

„Ártún“ fær spænsk verðlaun

Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til aðalverðlauna FEC Festival – European Short Film Festival sem fór fram 6. – 15. mars í Reus á Spáni. Verðlaunaféð hljóðar upp á 3500 evrur og eru þetta þriðju alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur síðan hún var frumsýnd á RIFF í október á síðasta ári.

Enn vinnur „Hvalfjörður“ verðlaun

Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, er enn að vinna verðlaun á alþjóðlegum hátíðum og eru þau nú orðin 18 talsins.

Leitað að leikurum vegna „Hjartasteins“ Guðmundar Arnars

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar nú að ungum leikurum fyrir kvikmyndina Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem áætlað er að fari í tökur í ágúst á næsta ári. Strákar á aldrinum 11-17 ára og stelpur á aldrinum 12-17 eru hvött til að sækja um en áheyrnarprufur verða haldnar í nóvember.

„Ártún“ verðlaunuð í Chicago

Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hefur verið valin besta leikna stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og hlaut að launum verðlaunagripinn Gullna skjöldinn (e. the Gold Plaque).

Stuttmyndin „Ártún“ á 10 alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í haust

Guðmundur Arnar Guðmundsson frumsýndi nýjustu stuttmynd sína Ártún á RIFF kvikmyndahátíðinni um helgina, en myndinni hefur nú þegar verið boðið á 10 alþjóðlegar kvikmyndahátíðir í haust. Ártún verður Evrópu frumsýnd í október á "A" kvikmyndahátíðinni í Varsjá og stuttu síðar frumsýnd í Ameríku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago sem fagnar fimmtugsafmæli sínu þetta árið.

„Hjartasteinn“ Guðmundar Arnars kynnt á Cannes

Fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar í fullri lengd, Hjartasteinn, verður kynnt í  Cannes þann 20. maí en Guðmundur tekur þátt í Cannes Residence þetta árið og vinnur þar að þróun myndarinnar sem verður tekin upp á næsta ári.

Guðmundur Arnar þróar „Hjartastein“ á Cannes Residency

Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur verið valinn til þátttöku á Cannes Residency þar sem hann mun þróa áfram nýjasta verkefni sitt og fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hjartastein.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR